Vikan


Vikan - 07.11.2000, Page 73

Vikan - 07.11.2000, Page 73
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Góðar.. magaæfmgar Hver vill ekki hafa stinna magavöðva og geta verið í þröng- um kjólum eða buxum? Hér eru þrjár góðar æfingar sem styrkja magavöðvana á einfaldan hátt. Æfingarnar eru teknar úr Pilate-æfingakerfinu sem ervinsælt meðal baller- ína, sýningarstúlkna og fræga fólksins í Hollywood. Ef þessar æfingar eru gerðar samviskusamlega á hverj- um degi í tvær vikur ætti árangurinn að fara að koma í Ijós. áflmm míndtum BflÐIR FÆTUR UPPILUFT • Liggðu á bakinu á dýnu eða teppi og dragðu hné að brjóstkassa. Hafðu hand- leggina beina niður með síðum. • Hafðu mjóbakið þétt að dýnunni og passaðu að sveigja ekki hrygginn. • Lyftu höfði frágólfi. Réttu úrfótleggjun- um og lyftu þeim um 45gráðurfrágólfi. • „Togaðu" þig á höndunum í átt að fót- leggjunum eins og þú hafir reipi til að toga í og hallaðu þér svo aftur á milli. • Hugsaðu um öndunina og passaðu að halda ekki niðri í þér andanum. • Gerðu tíu æfingar í einu og taktu þér svo örstutta pásu. Endurtaktu níu sinn- um. • Til að gera æfinguna enn erfiðari er gott að hafa fótleggina enn nærgólfi því það reynir meira á magavöðvana. ANNAD HNE AÐ BRJOSTI • Liggðu á bakinu og dragðu ann- að hnéð alveg að brjósti. Réttu úr hinum fætinum og lyftu honum bara örlítið frá gólfi. • Lyftu höfðinu aðeins frá gólfi og dragðu hnéð aðeins betur að þér. Spenntu magavöðvana og haltu spennunni í um hálfa mínútu. • Endurtaktu æfinguna tíu sinnum og skiptu svo um hné. BEINN FOTLEGGUR UPPI LOFT • Liggðu á bakinu og lyftu öðr- um fótleggnum beinum upp í loft. Dragðu hann að þér eins nálægt brjósti þínu og hann kemst. Hafðu fótlegginn sem hvílir á gólfinu alveg beinan en þann sem þú dregur að þér örlítið boginn. • Lyftu höfðinu örlítið frá gólfi, spenntu magavöðvana og haltu um fótlegginn með báð- um höndum í um hálfa mín- útu. © Endurtaktu æfinguna tíu sinn- um og skiptu svo um fótlegg. Vikan 73

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.