Vikan


Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 31

Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 31
gerðarmaður með m um skilningi. Ég lagði ekki upp með að finna svör við öllum spurningum heldur að búa til litla, fallega listaverkabók. Ég held að sjónarhornið sé öðruvísi en áður hefur sést í þessum flokki bóka.“ Ertu að yrkja til móður þinn- ar? ,,Þaðer ekkert eiginlegt Ijóð í minningabókinni, eiginlega bara ein einasta Ijóðlína: Ástin ertíminn, sem þaðtekurað lifa. Ég fékk Pétur Grétarsson tón- skáld til að semja lag við þetta og hann gerði ótrúlegt stef sem svo hann, Tena Palmer og Ósk- ar Guðjónsson sungu og léku. Þetta lagfylgir ekki bókinni, en nótnablað fylgir á einni síðunni. Þetta er hugsað fyrir útvarps- stöðvarnar og þá sem sérstak- lega óska eftir því. Ljóðlínan sjálf er sennilegast stysti söng- texti sem hefurgerðurá íslandi, þetta er einfalt og um leið flók- ið, svolítil leit að merkingu eins og í skáldskap Franz Kafka. Ég hef ekki sjálfur gert alveg upp við mig hvað þetta þýðir, en ég hef fulla trú á því.” Heldurðu að mamma þín væri ánægð með bókina? „Það er af- skaplega erf itt fyrir mig að svara því en ég hef verið eins heiðar- legur og ég hef getað og gert bókina eins vel úr garði og mér var mögulegt." Myndir þú vilja að börnin þín skrifuðu bók um þig? „Ég er þeirrar skoðunar að börn eigi fullan rétt á því að segja sína sögu. Hún er hvorki réttari né rangari en aðrar sögur af sömu aðstæðum en hún er þeirra saga. Ég hef nú satt best að segja ekki hugsað mikið út í það hvaða mynd börnin mín hafa gertséraf mérog égvil allsekki stjórna því. Þau ráða því ein- faldlega sjálf.“ Viltu vinna milijónP Þorsteinn er með mörg járn í eldinum. Hann færði sig yfir á dagskrárgerðardeild Stöðvar 2 af fréttadeildinni og er með ný- stárlegan spurningaþátt í smíð- um sem hann stjórnar sjálfur og heitir Viltu vinna milljón? Þátt- urinn verður frumsýndur á Stöð 2 á annan í jólum og verður vikulega á dagskrá. „Þessi þátt- ur hóf göngu sína í Bretlandi fyrir tveimur árum og er allt öðruvísi en allir aðrir spurninga- þættir sem við höfum séð, enda hefur hann náð geysimikilli út- breiðslu á þessum stutta tíma og er nú sýndur í 56 löndum víðs vegar um heim. Það er eitt- hvað í formi þáttarins og ein- faldleika sem gerir hann svo sterkan og hann virðist ná til fólks án tillits til þjóðernis þess eða menningar og hefur náð vinsældum í Rússlandi, Tyrk- landi, Indlandi og Bandaríkjun- um.“ Þorsteinn er komin á flug, hann líkir þættinum við spennumynd og brún augun leiftra af áhuga. „í þættinum er ákveðin flétta, eins sagt er í bókmenntunum, það er byggð upp spenna sem meðal annars felst í því hversu háa upphæð keppandanum tekst að vinna sér inn. Spurningarnar eru al- menns eðlis og fólk þarf ekki að hafa legið yfir alfræðiorða- bókunum eins og í Gettu bet- ur. Við leggjum mjög mikla vinnu í spurningarnar og leggj- um áherslu á að þær séu góð- ar, skemmtilegar og forvitnileg- ar. Þetta er einn stærsti sjón- varpsþáttur sem framleiddur hefurveriðá íslandi en umfang- ið er á við íslenska kvikmynd," segir hann með áherslu. Besta tímakaup á íslandi Þorsteinn segir að eitt það skemmtilegasta við spurninga- þáttinn sé að allir íslendingar eigi möguleika á að vinna millj- ón. „Við viljum að sem flestir taki þátt, án tillitstil búsetu eða þjóðfélagsstöðu. Við erum með ákveðið forval en það fer þannig fram að fólk getur hringt í síma 907 2121 og svarað einni af þeim spurningum sem þar eru bornar upþ. Við hverja spurn- ingu eru gefnir fjórir svarmögu- leikar, eins og í þáttunum, en aðeins einn er réttur. Ef fólk svarar spurningunni rétt þá leggur það inn nafn og síma- númer og er þar með komið í þann hóp sem við veljum kepp- endur úr. í hverjum þætti eru sex kepp- endur sem byrja á því að keppa innbyrðis um hver komist í há- sætið svokallaða en sá sem kemst í það getur unnið millj- ón með því að svara 15 spurn- ingum rétt. „Við hverja spurn- ingu hækkar vinningsupphæð- in en fólk getur hætt hvenær sem er og haldið þeirri upphæð sem það hefur unnið sér inn. Þetta er því tvímælalaust besta tímakaup á íslandi, „segir Þor- steinn og hlær. „Það besta er að fólk er ekki alveg eitt á báti því það getur fengið hjálp ef það veit ekki svarið. Keppandi hefur þrjá kosti til þess að leita sé aðstoð- ar og má nota hvern einu sinni. Hann getur látið fækka röng- um svarmöguleikum um tvo, spurt áhorfendur í salnum og hringt í vin eða vandamann til þess að spyrja ráða.“ Vil (ara ótroðnar sióðir Þorsteinn er með fleira í far- vatninu. „Ég er að vinna að þáttaröð sem ég kalla Afleggjara en þar er ég að vinna með svip- aða hluti og ég hef verið að gera undanfarin ár. Ég er einn með upptökumyndavélina, tek sjálf- ur myndirnar, klippi oggengfrá efninu. Nálgunin er því per- sónulegri en gerist og gengur í sjónvarpi sem er geysilega stór miðill og viðamiki11. í mörgum tilvikum eru það forréttindi að fá að vinna með góðum mynda- tökumönnum en í þessum þætti langarmigaðfaraeigin leiðirog skoða mig um í veröldinni. í þættinum er ég fyrst og fremst að forvitnast um fólk, aðstæð- ur þess og hvað það sé að gera. “ Hann játar hiklaust að vera afskaplega forvitinn að eðlisfari. „Maður verður að vera það í þessu starfi en mikilvægast er þó að kunna að hlusta því þannig lærir maður og sér eitt- hvað nýtt í lífinu. Það er ótrú- legt hvað fólk er vinsamlegt e i r u : þegar ég dreg upp hljóðnema og myndavél. Mér eru sérstaklega minnisstæðar margar ferðir út um land og út um heim. Lífið er allsstaðar eins í raun og veru, bara mismunandi leiktjöld, og forvitnilegt að fá að spyrja fólk um hvernig líf þess sé. Það eru forréttindin við þetta starf, að hafa eins konar afsökun fyrir því að koma inn í líf fólks og skoða sig um.” Lítur Þorsteinn Joð á sig sem brautryðjanda eða sporgöngu- mann? Það kemur löng þögn en svo segist hann alltaf hafa verið óhræddur við að fara eig- in leiðir.“Ég vil fara ótroðnar slóðir og ég held að það sé mjög mikilvægt í hvaða starfi sem maður er að trúa svo mikið á það sem maður er að gera að mað- ur geti sannfært aðra um að það sé bæði rétt og gott. Tíminn leiðir síðan í Ijós hvort það var einhvers virði en til þess að framkvæma verður maður að trúa á sjálfan sig og treysta því sem maður heldur að sé rétt og gera það eins vel og samvisku- samlega og maður getur,“ seg- ir hinn glaðlyndi og orkumikli Þorsteinn Joð að lokum. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.