Vikan


Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 22
Vikan efndi til samkeppni um besta jólaljóðið eða -örsöguna nú á dögunum. Mikill fjöldi sagna og Ijóða bárust og það var gaman að sjá hversu margir hæfileikamenn og - konur eru á landinu. Dómnefndin valdi úr tvö Ijóð og eina sögu og höfundar þeirra fengu að launum fallegar, hand- gerðar jólastyttur frá Jólahúsinu í Kópavogi. Við kunnum öllum þeim sem sendu okkur sögur og Ijóð bestu þakkir og sendum þeim okkar inni- legustu jólakveðjur. Bernskujól Piparkökuilmur kitlar vitin og gaivaskir gufukarlar stíga upp úr hangikjötssoöinu til að dansa við frostrósirnar á glugganum. Varfærnislegt tif klukkunnar vekur fiðrildin í maganum. Dúnmjúk sæng fislétt og full af hreinu lofti tyllir sér mjúklega á dreymandi vanga. Það blakta Ijós í kirkjugarðinum hlý og friðsæl haldast þau í hendur við himinn og jörð. Jólin læðast um marglitt rökkrið á nýþvegnum táslum með fangið fullt af eftirvæntingu. Arndís Lilja Guðmundsdóttir, Grænuhlíð 8, Reykjavík Fimmarinn Skrýtið að vera orðin ein og gömul. Eiga ekki von á neinum, nema kannski barna- börnunum sem alltaf eru að flýta sér. Best að hafa kláran aurinn, ef einhver skyldi líta inn. Hana nú, þar hringirdyra- bjallan, kannski nafna mín sé komin? Nei, það er bara sölu- maður, ósköp framlágur og hef- ur eflaust farið bónleiður lengi og víða. Ég hristi bara höfuðið og loka aft ur. Út umgluggann er ekkert aðsjá, engin barnabörn að „skreppa". Þau eru þó vön að líta við ef þau eru blönk, skinnin. Alltaf aukast líka kröfurnar fyrir blessuð jólin. Allir verða að fáallt, blessaðæskufólkið lætureinsog það haldi að jólin fari fram hjá ef það fær ekki alla drauma sína uppfyllta. Það er líka orðinn eini jólaundirbúning- urinn hjá mér að eiga eitthvað til að stinga að þeim á jólaföstunni. Ég er löngu hætt að reyna að velja handa þeim gjafir, þakk- lætið og gleðin yfir þessum fimmurum sem ég sting að þeim á síðustu dögunum fyrir jólin eru mín jólagleði. Gott á meðan ég get þó glatt þau eitthvað. Þau fórna þó vanalega svona tlu mínútum af sínum dýr- mæta tíma til að nálgast þessa aura. Ég brosi með sjálfri mér, ég hlakka til að sjá þau, enda þótt ég viti að það er ekki ég sem þau þurfa helst að hitta. Þá hringir síminn. Hver getur þetta verið? Það er nafna mín. ,,Hæ amma, ég kemst minn vann ferð til Barcelona í AKRA- leiknum og hann bauð mér með. Égsé þig bara eftir jólin amma mín. Bless, bless." Þarna kom það. Ekki einu sinni svo að égfái að sjá gleði hennar yfir fimmaranum sem hún átti þó að fá hjá mér. Nú hringir dyrabjallan aft- ur. Ótótlegi sölumaðurinn stendur enn fyr- ir utan. „Fyrirgefðu frú, en þessi bækling- ur er sérlega áhugaverður." Takk segi ég og brosi mínu blíðasta brosi um leið og ég rétti honum fimmþúsundkallinn. Þóra Hansdóttir, Hjallastræti 26, Bolungavík Jólasálmur Lag: Rósin eftir Friðrik Jónsson, Halldórsstöðum. Eitt sinn fyrir langa löngu lífið breyttist harla skjótt. Lítið barn hóf Iffsins göngu í lágum helli um dimma nótt. Fregnin af því sem þar skeði sveif um heiminn undra fljótt. Hún færir okkur frið og gleði og fyllir brjóstið kærleiksgnótt. Er vetur fer um veröld þvera veðrin úti geisa hörð, jólaljósin birtu bera bjarma slær á freðinn svörð. Við biðjum góðan Guð að senda gæfu allri sinni hjörð. Blessun fylgi barni hverju sem borið er á þessa jörð. Ingigerður Jónsdóttir, Fáskrúðsfirði Lausnarinn f jötu lága lagður var hin fyrstu jól. Yfir alla stóra og smáa upp var runnin náðarsól. Þegar jólaljósin Ijóma lifnar allt er fyrrum kól. Bjart eryfir, bjöllur hljóma börnin syngja heims um ból. 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.