Vikan


Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 6

Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 6
Steingerður Steinarsdó11 i r Myndir: Sigurjón Ragnar og úr einkasafni JOI Þegar líða tekur að jólum og jólaskapið fer að ná tökum á fólki finnst okkur að ekkert geti verið yndis- legra en okkar eigin jól. Það gleymist oft að hjá mörgum þjóðum víða um heim eru jólin veigalítill hluti af menningunni og þekkjast tæplega. íslend- ingar sem staddir eru á þeim slóðum hafa úr minna efni að moða en við hér heima þegar kem- ur að því að búa til jólastemmningu og þurfa jafnvel að skapa jólin úr nánast engu. Fáir íslend- ingar eru jafn víðförlir og Adda Steina Björnsdóttir og maður hennar Þórir Guðmundsson en þau hafa dvalið langdvölum í Asíu á vegum Rauða krossins. Adda Steina hafði auk þess áður ferð- ast umtalsvert upp á eigin spýtur um fjarlæg lönd þar sem fáir íslendingar koma. Á nýjársgleði hjá Úsbeska rauða hálfmánanum. „í mér hefur alltaf búið ákveð- in flökkuþrá og ég hef áhuga á heiminum svonayfirleitt. Ég hef sömuleiðis mikinn áhuga á fólki og trúarbrögðum. Ég held að sumum sé bara meðfætt að hafa áhuga á fólki og öðrum menningarheimum. Égminnist þess til að mynda þegar fyrstu víetnömsku flóttamennirnir komu til íslands en þá var ég unglingur. Pabbi vann hjá Rauða krossinum sem sjálf- boðaliði þá og við höfðum mjög mikil samskipti viðflóttamenn- ina sem margir hverjir eru vin- ir okkar enn þann dag í dag. Fyrstu jólin sem þeirdvöldu hér áttuðu þeir sig á því að það væri mikil hátíð í uppsiglingu. Á að- fangadagskvöld rétt fyrir klukk- an sex þegar við vorum búin að elda rjúpurnar og það var kom- in einmitt rétta lyktin ( húsið og rétta andrúmsloftið hringir dyrabjallan og upp stigann koma vinir okkar með full föt af austurlenskum mat. Þeir voru að fylgja siðvenjum síns heima- lands sem var að mæta með matinn oggefa velgjörðarmanni sínum en þannig litu þeir á pabba. Matarlyktin í húsinu raskaðist svolítið við þetta en tvímæla- laust var þetta vel hugsað. Næsta ár vissu þeiraðviðgef- um gjafir og komu með nokkrar. Þeir voru að þessu leyti búnir að aðlagast. Löngu seinna lærði ég meira um Austurlandabúa og menningu þeirra. Þegar ég fór til Taílands mörgum, mörgum árum síðar og keypti mér bæk- ur um hinn asíska menningar- heim komst ég að því til dæm- is hvers vegna þeir brosa alltaf. Þetta hefði ég viljað vita þegar viðtókum á móti Víetnömunum þegar ég var fimmtán ára en Asíu brosiðer þeirra leiðtil lifa af, að bjarga andlitinu. Að verða reið- ur og æsa sig, það er að tapa andlitinu, missa sjálfsvirðingu sína. í bókinni segir að góður Taílendingur geti brosað sig frá hverju sem er. Þetta er í raun eins og unglingarnir segja að vera kúl.“ Nýárstré og týndur jóla- sueinn En nú halda ekki allar þjóðir jól. Hvernig er að vera á jólum í landi þar sem fáir eru kristnir og hátíð Ijós og friðar lítils met- in? „Það eru öðruvísi jól en jólin okkar en jól samt. Við vorum eitt sinn til dæmis ÍTaílandi um jól- in og það var svolítið skemmti- legt. Við höfðum verið á Ind- landi allan nóvember og fram í miðjan desember. Þar var ekk- ert sem minnti á jólin. Kristnir eru þar svo lítill hópur að jóla- hald er alls ekki áberandi. Svo fórum við til Tailands og þegar við keyrðum frá flugvellinum og inn í Bangkok þá blöstu við okk- ur skreytingarnar, jólastjörnur og jólasveinar, aðallega samt jólasveinar; litlir dökkhærðir menn í rauðum búningum sem sögðu við okkur: „Melly Glitmas". Að baki skreytingun- um bjó ekki það sem að baki okkar skreytingum vonandi býr eða einlægur trúaráhugi tengd- ur jólaguðspjallinu. Þarnasner- ist jólaundirbúningurinn alls ekki um Maríu og Jósep og barnið í jötunni. Jólasveinninn og gjafirnar höfðu náð að festa sig í sessi en annað í jólaboð- skapnum hafði farið fyrir ofan garð og neðan. Á jóladag vorum við í Chiang Mai í Norður-Tailandi. Við sett- umst inn á lítið bókakaffihús sem þýsk kona rak. Við urðum vör við að heldur óhrjálegur ferðamaður kom hvað eftir ann- að að borðinu til hennar en hún tók honum frekar fálega. Mað- urinn leit út fyrir að vera timbraður og ekki of vel á sig kominn. Þegar maðurinn fór spurðum við hana hverju þetta sætti og þá sagði hún okkur að hann hefði komiðtil Chiang Mai fyrir tveimur dögum, bókað sig á hótel og síðan lagst I drykkju. Þegar af honum rann áttaði hann sig á því að hann vissi ekk- ert á hvaða hóteli hann var. Einu upplýsingarnar sem hann gat gefið var að við hlið hótelsins var musteri. Það á því miður við um nánast öll hótel í Chi- ang Mai svo konan gat ekkert hjálpað honum. Mér var þetta minnisstætt því við tölum oft um að týna jólunum en þarna var þá kominn maður sem var týndur á jólunum. Mér þótti hinsvegarmjöggott að búa í Kazakstan þar sem var ekki þessi ægilegi æsingur í kringum jól. Við gerðum þetta allt á eigin hraða og útbjugg- um sjálf allt frá grunni hvort sem þaðvarað baka piparköku- hús eða steikja laufabrauð. Jólatréð varsvolíti11 kapítuli. Við héldum um tíma að við fengjum ekkert jólatré. Á markaðnum voru einhver gervijólatré en við vorum að leita að alvörujólatré. Við skildum ekkert í þessu og vorum alltaf að spyrja hvort ekki myndu vera fáanleg einhver tré. Rússneskir vinir okkar sögðu-. „Svona, verið róleg. Það kem- ur". Ég fór á hverjum degi á markaðinn en aldrei komu nein tré en svo allt í einu á aðfanga- dag þá kom fullt af trjám á markaðinn. Ég dreif mig auðvitað að næsta jólatréssala og sagðist ætla að fá jólatré. „Þú meinar nýárstré, “ svararsölumaðurinn. Ég hélt nú ekki, ég ætlaði ekki að fá neitt nýárstré heldur jóla- tré. „Nei, þetta eru nýárstré," ítrekaði hann. Ég lét þá gott heita og komst að því síðar að þeir halda ekki jól en mikil nýárshátíð er í Rússlandi og þá Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.