Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 50
Svona er lífið!
Mjög margar konur lenda í vandræðum á vinnustað vegna persónulegra
samskipta. Konur eru gjarnar á að trúa vinnufélögum sínum (karl- og kven-
kyns) fyrir sinum hjartans málum og mjög margar konur lenda í samskipta-
IU fljóttP
Margar konur eru feimnar við að
vera skapstórar og reyna að fela
reiði sína þegar fýkur í þær. Það
er auðvitað ekki nema gott um
það að segja að fólk kunni að
hemja skap sitt, en oft er reið-
in réttlát og þá er betra að
bregðast við henni en byrgja
hana inni.
Konur eiga fyrst og fremst
(eins og allir aðrir) að viður-
kenna það fyrir sjálfum sér að
þær séu reiðar. Það er hægt að
fá útrás fyrir reiðina á margan
hátt og ef maður er ekki tilbú-
inn að rífast eða að taka áhætt-
una á því að missa vini vegna
uppgjörs verður auðvitað að
bregðast skynsamlega við. Það
er nefnilega ekki alltaf best að
þegja, það minnsta sem hægt
er að gera er að láta þann sem
reitti mann til reiði vita að mað-
ur hafi reiðst við orð hans eða
gerðir.
Gamla ráðið, að telja upp að
tíu áður en þú svarar fyrir þig,
er enn við lýði. Það er gott að
gefa sér tíma til að láta sjatna
í sér áður en málin eru rædd
og það er um að gera að spyrja
sjálfan sig: hef ég raunverulega
ástæðu til að reiðast þessu?
áður en farið er að gera upp sak-
irnar.
vanda af þeirri ástæðu.
Oft myndast náið samband milli vinnufélaga og stundum verða samstarfs-
menn vitni að símtölum og heimsóknum sem sýna þeim inn í heimilisað-
stæður og jafnvel ástamál hvers annars. Það er samt ekki þar með sagt að
þeir þurfi að fá nákvæmar skýringar eða vitneskju um það sem um er að
vera og það er ekki einu sinni víst að þeir kæri sig um að fylgjast með einka-
lífi þess sem situr á næsta borði eða í næsta herbergi.
Samkvæmt nákvæmri könnun tveggja breskra sálfræðinga virðist vinnu-
staðurinn alls ekki rétti staðurinn fyrir trúnaðarsamtöl, jafnvel ekki hjá þeim
vinnufélögum sem eru vinir og treysta hver öðrum. Þeir Butler og Campden
tóku viðtöl við fjölda kvenna á breskum vinnustöðum og niðurstöður þeirra
benda eindregið til þess að þau trúnaðarmál sem fara á milli manna á vinnu-
stöðum séu alls ekki vel geymd. í langflestum tilfellum varð einhver misbrest-
ur á trúnaðartraustinu; frásögnin var oft misskilin, ekki var þagað yfir sög-
unni þegar farið var fram á það og stundum var sá sem trúað var fyrir leynd-
armáli ekki sáttur við að vera dreginn inn í málið.
Það virtist skipta miklu máli hvar málin voru rædd og þegar samstarfs-
konur trúðu hvor annarri fyrir leyndarmálum utan vinnustaðar varð niður-
staðan allt önnur.
Afgreiðslufólk þekkir þig ekki þegar þú
kemur inn ( búðina til þess. Jafnvel fólk
með mikla þjónustulund oggóða þekkingu
á vörunni getur fælt frá sér viðskiptavini
með því að sinna þeim ekki á þann hátt
sem þeir vilja og það er ekkert undarlegt
því viðerum ekki öll eins. Sumirganga inn
í verslunina og vilja láta benda sér á ein-
hvern vissan hlut strax og ákveða á stund-
inni hvort þeir vilja kaupa hann eða ekki.
Aðrirviljafá aðganga um verslunina ífriði
og finnst óþægilegt þegar afgreiðslufólk-
ið skiptir sér af því.
Gefðu afgreiðslufólkinu tækifæri til að
þóknast þér, biddu strax um aðstoð ef þú
vilt fá hana en ef þú vilt fá að vera í friði
skaltu segja við afgreiðlufólkið: „Ég ætla
bara að skoða, ég læt þig vita ef ég þarf
á aðstoð að halda.“
50
Vikan