Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 49
hröksem ekkertgildi hafi nema
að sjálfsögðu á hæsta spil í
hverjum litslaginn ef allir leggja
út hrök og í slíkum tilvikum
drepa tvistarnir kónginn (ath.
tígulkóngur er undantekning)
og drottninguna en þristarnir
drottninguna þótt kóngurinn sé
hærri en þeir. Sjöurnareru bæði
hæstarog lægstar í spilaröðinni;
séu þær settar út af þeim sem
er í forhönd getur ekkert spil
drepið þær, en þær má ekki
setja út fyrr en maður hefur
fengið slag, en séu þær settar
út í slag þegar annar er í for-
hönd eru þær lægstarallra spil-
anna.
Þegarfjórirspila alkort skipt-
ast menn í tvö lið og draga sig
saman með spilunum. Venjan
er sú að litur ráði liðskipan en
ef margir draga sama lit eru töl-
urnar látnar ráða og þeir sem
næstir eru hverjir öðrum að tölu-
gildi spila saman. Gjafarinn
stokkar því næst spilin og sá
sem er í forhönd tekur ofan af
stokknum og gefið af þeim
hluta sem ofan var tekinn fyrst.
Venjulega reyna menn að kíkja
á neðsta spilið og sjá til þess
að það sé gott. Gjafarinn gefur
síðan og á hann venjulega hægt
með að sjá hvar neðsta spilið
lendir. Hverjum manni eru gef-
in níu spil og þau sem eftir eru
lögð á borðið. Átta spil eru í
stokknum og venjan er sú að
geti einhver ekki lagt út í sama
lit og er í fyrsta slagnum eða ef
hann hefur ekki svo hátt spil á
hendi að hann geti drepið ein-
hverja áttuna þá má hann
fleygja sínum spilum nema einu
og taka stokkinn í staðinn.
Sumir gera ráð fyrir að spilafé-
lagar í alkorti fái að sjá spil hvor
annars en aðrir hafa þá reglu
að það megi ekki. Síðan erspil-
að þar til annað hvort liðið hef-
ur fengið fimm slagi og eru þeir
þá sigurvegarar.
Hjónasæng
Hjónasæng er bráðskemmti-
legt spil og var víða mikið spil-
að. Byrjað er á að teikna mynd
á blað sem sett er á mitt spila-
borðið. Teikningin Iítur oftast út
eins og sjá má hér á síðunni.
Álmurnar eða armarnir út úr
sænginni verða að vera jafn-
margir og spilararnir. Fyrsti
hringurinn við endann á hverj-
um armi heitir koppur, strikið
sem er höfn númer tvö heitir
koppbarmur, þriðja höfn er pall-
stokkurinn, fjórða rúmstokkur-
inn og sú fimmta sjálf hjóna-
sængin. Hver spilari hefur ein-
hvers konar tákn sem hann fær-
ireftirhöfnunum, þaðgeturver-
ið glerbrot, eldspýta eða
smákaka. Gjafarinn gefur næst
fimm spil og forhandarmaður
slær út. Sá drepur slaginn sem
á hæsta spil í sama lit og er á
borðinu og hann kemst á kopp-
inn, næst bograr hann upp á
barminn því næst er haldið
áfram þartil einhverspilaranna
hefur náð að komast í hjóna-
sængina.
Venjulega þóttist sá sem
Alkort var mikið spilað sér-
staklega á jólum og um ára-
mót. Ekki er þó hættulaust að
spila það á jólanóttina. Sagt
var að þegar illindi yrðu yfir
alkorti á jólanóttina eða hald-
ið væri áfram að spila eftir
að háheilagt væri orðið kæmi
sá vondi oft í spilin í líki ann-
ars tígulkóngs. Þá var talað
um að fjandinn væri kominn
f spilið.
komst ( hjónasængina hafa
himin höndum tekið, enda var
víða siður að velja brúði í sæng-
ina áður en byrjað var að spila
og yfirleitt laglegustu stúlku
sem völ var á. Hins vegar þótti
hin versta skömm að komast
ekki lengraenákoppinnogorð-
takið að komast á koppinn er
þaðan runnið. Litlu betra þótti
þó að húka eftir á rúmstokknum
þegar annar skaust fram hjá
manni í sængina og hefur það
sennilega verið þeim sem kúrði
á koppnum nokkur huggun
harmi gegn.
Vikan
49