Vikan


Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 44

Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 44
Þórunn Stefánsdó11 i r þýddi Smásaga Persónuleikaprófið etta yrðu fimmtu jólin þeirra saman, eða rétt- ara sagt ekki saman. En Chris var alveg sama. Hún þoldi ekki sjálfum- gleði þeirra sem töluðu eins og ekki mæti fagna slíkum tíma- mótum nema þau væru lögleg. Það var ótrúlegt, en satt, að enginn vissi að hún var búin að vera með Nóel frá því veturinn 1984. Ekki einu sinni besta vinkona hennar. Þetta hafði ver- ið yndislegur vetur. í hvertsinn sem þau hittust uppgötvuðu þau eitthvað nýtt sem þau áttu sameiginlegt. Þau voru bæði fædd rétt fyrir jólin, hún var skírð Chris og hann Nóel í til- efni þess. Þau voru bæði heið- arlegir „antisportistar", elskuðu bæði kvikmyndina Amadeus og voru sammála um að þau væru að verða of gömul til þess að hlusta á popptónlist. Samt var eitt lag sem Chris vissi að hún myndi muna alla sína ævi. Það var lagið ,,l just called to say I love you“, með Stevie Wonder, sem hafði hljómað á öllum út- varpsstöðvunum um það leyti sem þau kynntust. Nóel játaði henni stöðugt ást sína með því að syngja lagið fyrir hana í sím- ann. Hann hringdi úrsfmaklef- um, hótelanddyrum og verslun- um. Stundum hringdi hann meira að segja heiman frá sér. Þegar hann var viss um að kon- an hans heyrði ekki til hans. Börnin voru svo ung árið 1984. Börnin hans Nóels og konunnar hans. Þau voru satt að segja mjög ung, aðeins sjö og átta ára. Það er ekki hár aldur. Og það var svo undarlegt að þau virtust ekkert eldast eftir því sem árin liðu. Chris fannst það óskiljanlegt, önnur börn virtust eldast eins og náttúran gerir ráð fyrir. En börnin hans Nóels virt- ust alltaf vera sömu smábörnin. Þau gerðu endalausar kröfur til hans, hann sendi þeim t.d. póstkort daglega í þau fáu skipti sem þeim Nóel og Chris tókst að fara eitthvað í burtu saman. Þau virtust einnig yngjast eftir myndum að dæma þótt þau væru nú orðin tólf og þrettán ára. Hvers vegna sátu þaualltaf eins og smábörn í fanginu á pabba sínum? Kannski var kon- an hans svona klókur mynda- smiður? Hún vissi hvað hann hafði gaman af því að sýna myndir af sér og börnunum. Þau Chris og Nóel voru ákaf- lega tillitssöm við hvort annað. Hann talaði aldrei um jólaboð þeirra hjóna. Það sama mátti segja um hana; hún talaði aldrei um jólaboð foreldra sinna og hafði aldrei minnst orði á með- eiganda föður síns sem varði jól- unum með þeim vegna þess að hann var einhleypur. Hún sagði honum aldrei frá því að systur hennar skildu ekkert í því að hún væri enn þá ógift og minntu hana stöðugt á að það væri kom- inn tími til að hún festi ráð sitt og færi að huga að barneignum. Satt að segja fannst Chris þau Nóel kurteisari og nærgætnari við hvort annað en flest hjóna- fólk sem hún þekkti. Hún hafði unun að því að fylla út persónu- leikapróf í tímaritunum sem hún keypti að staðaldri, eins og t.d. prófið ,,Eigið þið vel sam- an?“ í öllum þessum prófum komu þau út með hæstu ein- kunn. Þau hlustuðu alltaf með athygli á hvort annað. Þau gengu aldrei eins og druslur til fara í nálægð hvors annars. Hvorugu þeirra dytti í hug að taka sjónvarpið fram yfir nota- legar samræður. Kynlíf þeirra var gott og gefandi. Þau áttu einfaldlega vel saman. Einhvern tímann hafði hún tekið prófið ,,Ertu róman- tísk(ur)?" Samkvæmt stigagjöf- inni voru þau það svo sannar- lega. Hann keypti oft handa henni rauðarrósiroggætti þess að segja henni að hún væri fal- leg og liti vel út. Þegar hann kom til hennar í mat beið hans dekkað borð, skreytt blómum og kertaljósum. Henni dytti aldrei í hug að bjóða Nóel upp á það að sitja með diskinn í kjöltunni fyrir framan sjónvarpið. Það sama mátti segja um prófið ,,Er hann karl- rembusvín?" Samkvæmt próf- inu var hann ekkert í líkingu við það. Hún gat sagt með hönd á hjarta að hann dáðist að greind hennar, öfundaði hana ekki þótt hún væri í betri stöðu en hann og leitaði oft ráða hjá henni. Hann komalltaf fram við hana sem jafningja. Hún var heiðarleg og forðað- ist aldrei prófin sem hugsanlega gætu komið illa út. Hún tók meira að segja prófið ,,Mun ást ykkar endast að eilífu?" Hún svaraði spurningunum sam- viskusamlega og komst að þeirri niðurstöðu að útkoman væri þeim í hag. Þau höfðu allt að bera sem til þurfti. Þau vissu hvað þau voru að gera og virtu takmörk sín þótt þau gengu eins langt og þau gætu. Það var eng- inn veikur hlekkur í ást þeirra. Aðeins nauðsynleg tilfærsla. Nóel hafði líka gaman af þessum prófum. Þau lásu ekki sömu blöðin og hann fann stundum önnur próf en hún, eins og t.d. prófið ,,Of stressuð til að elskast?" Þeim fannst spurningin fáránleg. Ástarlíf þeirra varfullkomið. Hannfann líka annað próf: ,,Ertu óheiðar- leg(ur) við maka þinn?“ Þau fóru mjög nákvæmlega í gegn- um spurningarnar og komust að þeirri niðurstöðu að í rauninni væri hann ekki óheiðarlegur gagnvart konunni sinni. Hún hafði ekki hugmynd um annað en að hann væri heiðarlegur og sér trúr. Hann myndi segja henni frá sambandi sínu við Chris, nærgætnislega, þegar rétta augnablikið kæmi. Þau höfðu bæði keypt sama blaðið fyrir þessi jól. í því var að finna persónuleikapróf sem þau ætluðu að svara á jóladag, í sitt hvoru lagi, á sitt hvoru heimilinu. Þau yrðu hamingju- söm á jólunum þótt aðstæð- urnar og kílómetrarnir skildu þau að. Nóel átti mynd af henni sem vartekin um jól heima hjá foreldrum hennar. Á myndinni var hún umkringd systrum sín- um og mágum, frændum, frænkum og gömlum fjölskyldu- vinum. Hann gat séð hana í anda við arininn með blaðið í kjöltunni, brosandi með sjálfri sér meðan hún svaraði spurn- ingunum í persónuleikaprófinu. Hún myndi vita af honum við ar- ininn heima hjá sér og vera viss um að þau svöruðu prófinu á ná- kvæmlega sama hátt. Chris hugsaði um Nóel og börnin hans sem virtust lifa líf- inu aftur á bak. Líklega yrðu jólagjafirnar þeirra í ár hringl- ur, tuskubrúður og loðnir bangs- ar. Hann myndi nota tækifærið þegar búið væri að borða til þess að setjast niður með blaðið. Hún sá hann í anda kinka kolli og brosa í hvert sinn sem börn- in trufluðu hann. Nóel hélt alltaf jafnvægi sínu. Hún var viss um að ekki einu sinni þessi hræðilegu börn gætu tekið hann á taugum. Hingað til höfðu þau fengið hæstu mögulegu einkunn í öll- um persónuleikaprófunum, hvort sem þau vörðuðu róman- tík, karlrembu eða framhjáhald. Þau voru viss um að það sama myndi gilda um persónuleika- prófið í jólablaðinu. Um svipað leyti á fallegum, köldum jóla- degi settust þau niður og svör- uðu prófinu, í sitt hvoru lagi, á sitt hvoru heimilinu. Þetta árið var próf ið með svo- Iítiðsérstökum hætti. Venjulega voru þrír svarmöguleikar í boði; 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.