Vikan


Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 7

Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 7
er sett upp nýárstré og settar gjafir undir það. Börnin klæðast grímubúningum og Vetur faðir og aðstoðarstúlka hans koma og færa börnum eitthvað gott. Auð- veldlega má þekkja svipaða siði og hjá okkur nema að þetta er tengt nýju ári en ekki jólum. Há- tíð Rússanna er 6. janúar en Armenar eiga sína hátíð 20. janúar. Eina ástæða þess að við höldum jól 24. desember er að það var dagsetning gömlu sól- arhátíðarinnarogsennilega hef- ur hver þjóð sína hentisemi með daginn. Hátíð Ijóssins í Malasíu halda hindúar s.k. Dívalí eða hátíð Ijóssins sem svipar mjögtil íslensku jólanna. Undirbúningurinn stendur í heilan mánuð. Heimilið er þrif- ið hátt og lágt, allir fá ný föt og svo þarf að baka stafla af smákökum. Síðustu dagana fyr- ir hátíðina er eldað og eldað og matarilmurinn fyllir húsið. Með- an Dívalí varir er opið hús og hvert heimili má búast við mörgum gestum og enginn má fara svangur í burtu. Börnin líta í kringum sig eftir pökkum og sælgæti líkt og íslensk börn og velta fyrir sér hvar pabbi og mamma hafi falið þetta. Þegar hátiðardagurinn renn- ur loks upp vakna allirsnemma, þvo sér og eru nuddaðir með olíu. Hrein og ilmandi í nýjum fötum hittist fjölskyldan við fjöl- skyldualtariðtil bæna. Kveikter á reykelsum og beðist fyrir. Börnin fá blessun eldri fjöl- skyldumeðlima og því næst er farið í musteriðtil frekari bæna- gjörðar. Að því loknu er haldið heim og snæddur hefðbundinn morgunverður sem sam- anstendur af hrísmjölspönnu- kökum (dósæ), baunarétti (dal) og mismunandi karrísósum. Með þessu er drukkið sætt te og börnin fá að smakka fyrstu smákökurnar og ofurlítið sæl- gæti. Menn óska hver öðrum gleðilegrar hátíðar þegar þeir hittast. Hátíðin stendurfrá morgni og langt fram á nótt. Flestir gest- anna koma síðla dags og á kvöldin. Gestrisni er mikil og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.