Vikan


Vikan - 19.12.2000, Page 7

Vikan - 19.12.2000, Page 7
er sett upp nýárstré og settar gjafir undir það. Börnin klæðast grímubúningum og Vetur faðir og aðstoðarstúlka hans koma og færa börnum eitthvað gott. Auð- veldlega má þekkja svipaða siði og hjá okkur nema að þetta er tengt nýju ári en ekki jólum. Há- tíð Rússanna er 6. janúar en Armenar eiga sína hátíð 20. janúar. Eina ástæða þess að við höldum jól 24. desember er að það var dagsetning gömlu sól- arhátíðarinnarogsennilega hef- ur hver þjóð sína hentisemi með daginn. Hátíð Ijóssins í Malasíu halda hindúar s.k. Dívalí eða hátíð Ijóssins sem svipar mjögtil íslensku jólanna. Undirbúningurinn stendur í heilan mánuð. Heimilið er þrif- ið hátt og lágt, allir fá ný föt og svo þarf að baka stafla af smákökum. Síðustu dagana fyr- ir hátíðina er eldað og eldað og matarilmurinn fyllir húsið. Með- an Dívalí varir er opið hús og hvert heimili má búast við mörgum gestum og enginn má fara svangur í burtu. Börnin líta í kringum sig eftir pökkum og sælgæti líkt og íslensk börn og velta fyrir sér hvar pabbi og mamma hafi falið þetta. Þegar hátiðardagurinn renn- ur loks upp vakna allirsnemma, þvo sér og eru nuddaðir með olíu. Hrein og ilmandi í nýjum fötum hittist fjölskyldan við fjöl- skyldualtariðtil bæna. Kveikter á reykelsum og beðist fyrir. Börnin fá blessun eldri fjöl- skyldumeðlima og því næst er farið í musteriðtil frekari bæna- gjörðar. Að því loknu er haldið heim og snæddur hefðbundinn morgunverður sem sam- anstendur af hrísmjölspönnu- kökum (dósæ), baunarétti (dal) og mismunandi karrísósum. Með þessu er drukkið sætt te og börnin fá að smakka fyrstu smákökurnar og ofurlítið sæl- gæti. Menn óska hver öðrum gleðilegrar hátíðar þegar þeir hittast. Hátíðin stendurfrá morgni og langt fram á nótt. Flestir gest- anna koma síðla dags og á kvöldin. Gestrisni er mikil og

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.