Vikan


Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 61

Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 61
Texti: Steingeröur Steinarsdóttir ímynd ofurkonunnar sem rekur fyrirtæki af miklum skörungs- skap, bakar, saumar, sníður, smíðar og flísaleggur heima af einstakri list, hefur verið skotin í kaf og það svo rækilega að ein úr hópnum sendi uppsagnarbréf til Morgunblaðsins og sagði stöðu sinni lausri. Lengi höfum við sem af meðfæddri húðarleti höfum látið vera að afkasta nema broti af dagsverki of- urkonunnar á heilu ári, þurft að sætta okkur við að þegja þunnu hljóði meðan hinar rekja afreka- skrána. Nú loksins höfum við hlotið upp- reisn æru og getum farið að tjá okkur um að við höfum nú alltaf vitað að heilsunnar vegna væri best að fara sér hægt. Snigill- inn og skjaldbakan séu auðsjáanlega ekki jafn vitlaus kvik- indi og hingað til hafi verið talið. Best er ævinlega að segja hverja sögu eins og hún gengur fyrir sig svo það skal játað hér og nú að í nokkurn tíma reyndi ég að ganga þvert gegn eðli mínu og hafa fullkomna stjórn á öllu. Inni á heimilinu var ég hlekkjuð við ryksuguna og með afþurrk- unarklútinn snyrtilega bundinn um hálsinn. Með- an ég hrærði í súpupottum hékk síminn á annarri öxlinni og reyndi að ganga frá áríðandi verkefn- um í vinnunni. Ef ég settist einhvers staðar var ég venjulega sofnuð áður en ég vissi af og þannig náði ég að sofa af mér flestar kirkjulegar athafn- ir í fjölskyldunni í nokkur ár. Svo mörg járn voru í mínum eldi að margsinn- is skaðbrenndist ég á því að þrífa um rangan enda á röngu skafti. Þannig kom það margoft fyrir að börnin voru samviskusamlega sótt í skóla og á íþróttaæfingar en töskur, skór, úlpur og aðrir fylgi- hlutir skildir eftir. Dagatöl og dagbækur voru út- krotuð í tímasetningum hinna ýmsu skyldumæt- inga fjölskyldumeðlima hingað og þangað og alltaf gleymdist eitthvað. Fuglinn flaug upp í köttinn Þegar að því kom að ég gafst upp á skipu- lagningunni og ákvað að lögmál glundroðans fengju að ríkja óheft á heimilinu kom fljótlega í Ijós að allt gekk mun liprar en áður. Nú er þrifn- aður ekki meiri en svo að ónæmiskerfi fjölskyldu- meðlima er haldið ágætlega við. Börnin hætt að treysta á móður sína og farinn að bjarga sér sjálf og kötturinn náði að veiða sinn fyrsta fugl fljót- lega upp úr þessu. Reyndar hef égalltaf haft grun um að þrösturinn hafi flogið upp [ hann ef mið- að er við sjaldgæfa tilburði kattarins til að hreyfa sig að nokkru ráði. En þótt sjálf hafi ég kristnast fyrr en þær kon- ur sem í dag sjá Ijósið, er samt enn mikil glýja í augum mér. Ég trúi nefnilega því að meirihluti íslenskra kvenna eigi fullkomin heimili, vel öguð börn, yndislega eiginmenn og þær sjálfar séu grannar, fullkomlega farðaðar, vel klæddar, alltaf jafn glaðar og elskulegar og fleyti ævinlega rjómann þegar kemur að stöðuhækkunum. Um daginn var mér sögð ágæt saga af tveim athafna- konum sem hittust í hádeginu til að borða sam- an. Ekki vildi betur til en svo að konurnar rugl- uðust á farsímum svo það endaði með því að önn- ur fjarstýrði fjölskyldu hinnar það sem eftir var dagsins og öfugt. Konurnar ákváðu að hittast um kvöldið og leiðrétta misskilninginn en þegar til kom veltu þær lengi fyrir sér hvort þær ættu að skiptast á símum aftur því fjölskyldurnar höfðu í báðum tilfellum látið mun betur að stjórn nýs framkvæmdastjóra. Sögur sem þessar eru örlítil huggun harmi gegn því þær benda þó til að í brynju ofurkonunnar sé að finna örlitla bresti. Önnur hetjusaga ekki síðri eraf konu sem jafn- an var nokkuð sein fyrir á morgnana. Henni lá alltaf heil ósköp á út bíl og hljóp um húsið í leit að lyklum, tösku og öðrum nauðsynlegum fylgi- hlutum. Einu sinni sem oftar snarast hún út úr húsi heldur gustmikil og kveður eiginmanninn með kossi á tröppunum en þegar hún sneri sér við til að veifa uppgötvaði hún að það var ná- granninn, kominn til að fá lánaðan bolla af sykri, sem hún hafði kvatt svo innilega. Brestir í brynju ofurkon Vikan 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.