Vikan


Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 53

Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 53
segir okkur sennilega að marg- ar mismunandi ástæður geti legið að baki skammdegisþung- lyndinu. Þrátt fyrir að birtan skipti þá sem þjást af skammdegisþung- lyndi miklu máli liggja ekki fyr- irafdráttarlausar rannsóknir um hvort birtumeðferð geti hindr- að algjörlega að skammdegis- þunglyndi byrji. Það hefur þó líklega læknandi og fyrirbyggj- andi áhrif að fara út á veturna þegar bjart er. Sjálfsagt er þó fyrsta skrefið fyrirallasem þjástaf þunglyndi á þessum árstíma að viður- kenna vandann og leita sér hjálpar hjá heimilislækni eða sérfræðingi sem vonandi geta lyft sálartetrinu úr dal myrkurs- ins og stuðlað að því að viðkom- andi eigi gleðileg jól. Með grátstafínn í kverk- unum Sara er fíngerð og vel gefin kona á þrítugsaldri, í sambúð og á eitt barn. Sara hefur fundið fyrir þunglyndi eða depurð í desember, sem hún tengir jó- laundirbúningnum, frá því að hún var unglingur. ,,Ég veit í raun ekki alveg af hverju ég verð kvíðin og döpur í desember því ég er alin upp í öryggi og ást og bý nú með góð- um manni og saman eigum við fjögurra ára gamlan fjörugan strák. Ég var sennilega þrettán eða fjórtán ára gömul þegar ég fann fyrst fyrir mikilli depurð í des- ember. Éggerði mérengagrein fyrir að ég gæti hugsanlega ver- ið þunglynd en vissi bara að mér leið mjög illa. Jólaljósin fóru í taugarnar á mér, ég vildi ekki fara með mömmu niður í bæ að kaupa gjafir eða hjálpa henni að baka, sem mér hafði þótt svo gaman þegar ég var krakki. Ég rétt dróst á fætur einhvern tím- ann eftir hádegi og gerði mér upp veikindi þegar líðanin var sem verst því ég treysti mér varla í skólann. Mamma hélt I fyrstu að ég væri að reyna að sleppa við jóla- prófin en það var alls ekki ástæðan þvl ég var góður náms- maður og mætti alltaf þá daga sem prófin voru. Reyndargæti þetta jólaþung- lyndi mitt verið tengt einu at- viki sem átti sér stað þegar ég var fimmtán ára og hafði mikil áhrif á viðkvæma unglingsstúlk- una. Kannski meiri en ég hef viljað viðurkenna. Ég og besta vinkona mína vor- um báðar skotnar í saman stráknum. Þetta var brennandi ást úr fjarlægð og hann vissi ekkert um það. Ég gerði mér engar vonir um að eitthvað samband myndi kvikna á milli mín og stráksins enda leið mér best á þessum árum að vera bara skotin í fjar- lægð. í undirmeðvitundinni hafði ég þó ákveðið að ef strák- urinn þyrfti að velja á milli mín og vinkonu minnar myndi hann örugglega velja mig þar sem ég taldist laglegri en vinkona mín. Ég man það hins vegar eins og það hafi gerst í gær þegar sameiginlegar vinkonur mín og þessarar vinkonu minnar komi til okkar, daginn eftir skólaball, ogsögðu að strákurinn væri hrif- inn af vinkonu minni. Að sjálf- sögðu varð vinkona mín afar upp með sér og við allar spennt- ar fyrir hennar hönd en jafn- framt upplifði ég afar mikla höfnun og sára ástarsorg í fyrsta skipti á ævinni. Ég gat ekki glaðst heilshugar með vinkonu minni því mér leiðsvo illa og var svo ofsalega skotin í stráknum. Ég fór heim úr skólanum og skældi ein inni í herbergi þvf stoltið var svo mikið að ég lét engan vita hversu mikið þetta særði mig. Auðvitað komst ég með tím- anum yfir þessa unglingsást og vinkona mín byrjaði aldrei með stráknum því hann var orðinn hrifinn af nýrri stelpu nokkrum vikum seinna. En ég man enn- þá hvaða jólalögvoru vinsælfyr- ir þessi jól og hvað þau ollu mér sárum sting í hjartað. Mér fannst allt þetta jólastúss svo tilgangslaust og leiðinlegt fyrst strákurinn var hrifinn af vinkonu minni en ekki mér. Sennilega hef ég verið mjög viðkvæm fyrir og kannski hætt- ara við að verða þunglynd en mörgum öðrum. Alla tíð síðan þetta gerðist hefur aðventan vakið með mér kvíða og depurð. Ég reyndi að tengja þetta því að ég væri stressuð vegna jóla- prófanna þegar ég kom í menntaskóla og síðar vegna þess að það væri svo mikið að gera f vinnunni og ég væri svo blönk fyrir jólin en þetta eru ekki réttu ástæðurnar. Ég er ein- faldlega alltaf með grátstafinn í kverkunum alla aðventuna og finnst ég vera ein í öllum heim- inum. Maðurinn minn skilur mig illa að þessu leyti, þótt hann leyfi mér að gráta og geri sitt besta, en stundum verður hann pirrað- ur því hann er sannkallað jóla- barn og vill skreyta allt hátt og lágt og baka tíu tegundir af smákökum fyrir okkar litlu fjöl- skyldu. Því miður lendir jólaundir- búningurinn einnig að miklu leyti á honum en ég reyni að harka af mér og drífa það af sem ég þarf nauðsynlega að gera, eins og að kaupa jólagjafir handa honum og syni okkar. Sem betur fer lagast líðanin alltaf, án undantekninga, þeg- ar hátíðin sjálf gengur í garð. Einhverra hluta vegna hverfur kvíðinn og depurðin þegar ég veit að nýja árið er á næsta leyti því það fyllir mig aukinni von og bjartsýni." Heimildir: Landlæknisembættiro.ft. Vikan 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.