Menntamál - 01.04.1931, Page 3

Menntamál - 01.04.1931, Page 3
MENNTAMAL ÚTGEFANDI: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON V. ÁR Apríl 1931. 4. BLAÐ Nokkrir drættir úr sögu fræðslumálanna. Frh. Fram á unglingsár fæst Ernile næstum eingöngu viÖ athug- un náttúrunnar,s hann leikur sér og starfar úti við. A'Öeins ör- sjaldan er athygli hans beint aÖ vi'Öfangsefnum mannlífsins sjálfs. Mjög lítiÖ er hann látinn fást við bóklestur. Þekking hans verður nær eingöngu átthagaþekking, sem hann hefir afl- að sér með athugun sinni. Þá fyrst, er hann er fimmtán ára, er vit hans og tilfinningalíf orðið svo þroskað, að áhugi hans fer að vakna á sérfræðilegum, sögulegum, þjóðfélagslegum og trúarlegum efnum. Flver sá, sem 1)erst fyrir því, að barnið sé alið upp i sam- ræmi við eðli þess og náttúru, hlýtur að veita því eftirtekt, hve nauðsynlegt ])að er, að skilja og þekkja sálarlíf barnsins. Emile eftir Rousseau veldur aldahvörfum i sögu uppeldismál- anna einmitt vegna þess, að sú nauðsyn er þar i fyrsta sinni skýrt og skorinort fram sett, og þar eru allar kröfur i upp- eldismálum. látnar styðjast við athuganir á sálarlífi barnsins og unglingsins, og þær athuganir eru oft nákvæmar og eiga varanlegt gildi. En hins vegar eru sköðanir Rousseaus í upp- eldismálum oft einhliða, og það stafar af því, að dýpstu lifs- sannindi sin öðlast hann i hrifningu, og þegar hann lýsir því, sem ólíkt er í lífi barns og unglings, hættir honum til að gera meira úr þeim mun en rétt er, til þess að ná dýpri áhrifum með orðum sínum. Pcstaloszi (1746—1827) varð þegar á unga aldri hugfang- inn af byltingakenningum Rousseaus i uppeldismálum. Og fram

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.