Menntamál - 01.04.1931, Page 5

Menntamál - 01.04.1931, Page 5
MENNTAMÁL 5i sjónum sínum — hefir hann beitt slíkri skarpskyggni í athug- un sinni á þjóÖfélagslegum uppeldismálum, a'Ö hyggindum hans í þeim efnum verÖur lengi við brugÖið. Bezta hjálpin, sem luegt er að veita fátæklingnum er sú, að styÖja hann sem bezt i viðleitninni að hjálpa sér sjálfur af fremsta megni. Sú kenn- ing er aljækkt nú, en hún var ný, þegar Pestalozzi flutti hana. KenniÖ fátæklingnum eitthvert gagnlegt starf og gefið hon- um kost á svo arðvænlegri atvinnu, að hann þurfi að minnsta kosti ekki að svelta. En ef til vill er enn meira um þaÖ vert, að hann læri þegar frá barnæsku að vinna svo, að erfiðið verði honum ekki að sálarmorði. Heimili Geirþrúðar, í sögunni af Lénharði og Geirþrúði, er að vísu fátæklegt, en það er eins og Pestalozzi vill hafa það. Þar er unnið með gleði og ánægju, svo að hátíðablær er yfir hverjum degi, og iðni og ástundun fer dagvaxandi. Starfshæfni er mjög mikilsverð eftir skoðun Pestalozzi. En er það heppilegt, að Ijyrja þegar i bernsku að búa manninn undir eitthvert visst æfistarf? Þeirri spurningu hefir Pestalozzi ekki alltaf svarað eins. Þó má telja það aðalskoðun hans, að barnaskólinn eigi að veita þá fræðslu, sem geti orðið barninu að gagni, hvaða stöðu sem það velur sér í framtíðinni. Pesta- lozzi vill þroska í fullu samræmi hæfileika höfuðsins, hjartans og handarinnar, áður en undirbúningur hefst fyrir sérstaka starfsgrein. Hugmyndir hans eru svipaðar hugmyndum Lings, sem reyndi að setja saman fimleikakerfi, sem þroskaði líkam- ann jafnt. til hvers starfs sem vera skyldi. Pestalozzi leitast við að setja saman andlegt fimleikakerfi, sem þroski alla þá starfshæfileika, sem nauðsynlegir eru til hvers konar andlegr- ar starfsemi. Við leikni líkamans leggur hann minni rækt, enda þótt hann viðurkenni einnig. gildi hennar. Pestalozzi sýnir ennþá dýpri skilning en Rousseau á mikil- vægi þess, að börnin séu starfandi þátttakendur við námið. Sú hlið sýnikennslunnar, sem þroskar hugann, verður honum enn meira virði en Rousseau. Og yfirleitt eru uppeldiskenn-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.