Menntamál - 01.04.1931, Page 9
MENNTAMÁL
55
dreng, sem hafÖi mjög mikið gaman af ÓdysseifskviÖu, og
meðal annars af þeirri reynslu varð hann fylgismaður þeirrar
skoðunar, að grísku og sögu Forngrikkja ætti að lesa i fyrstu
bekkjum lærðu skólanna. Þá tæki við latína og saga Rómverja,
og loks í efstu bekkjunum yrði lesin saga síðari tíma og nú-
tíðarmálin.
Uppeldiskenningar Herbarts vöktu ekki almenna athygli fyrr
en á síðari hluta 19. aldar, þegar Ziller tók þær upp aftur í
nokkuð l)reyttri mynd. Ziller (1817—1882) hagnýtti út i yztu
æsar kenningarnar um samband námsgreina og menningarstigin,
og gekk hann þar miklu lengra en Herbart. Honum var það
ennþá hugleiknara en Herbart, að færa allt í skipulagsbundin
kerfi. Þær greinar, sem hann taldi bezt fallnar til þroskunar
skapgerðinni, voru trúarlærdómur, saga, bókmenntir, og ]rær lét
hann skipa öndvegi á námsskrá sinni. Aðrar greinar voru fyrst
og fremst ætlaðar þessum aðalgreinum til stuðnings, og þá eink-
um trúarbragðafræðslunni. Þegar um það var rætt í biblíusög-
unum, að Sara var grafin í kalkklett, átti að grípa inn i nátt-
úrufræðina og tala um kalksteininn. Og' þegar minnzt var á
gullhring Rebekku, þótti það vel við eiga að lýsa eðli gullsins.
Ziller hendir á lofti nokkrar almennar athugasemdir hjá Her-
bart og leggur þær til grundvallar þeirri kenningu sinni, að
hver einasta kennslustund eigi að vera viss liður í skipulags-
bundnu kerfi.
Einn af lærisveinum Pestalozzi var Fröbel (1782—1852),
höfundur barnagarðanna. í starfi sínu og ritum sýndi hann
og sannaði, hversu mikla þýðingu handavinnan og átthagaþekk-
ingin hefir fyrir sálarþroskann. Og leikhneigð barnanna gaf
hann meiri gætur en nokkur hafði gert áður; i því gekk hann
feti framar en Rousseau. Eðli barnaleikja var honum ekki full-
komlega ljóst, þótt hann gerði sér far um að skilja það. Það
var ekki fyrr en í aldarlokin, að Groos rannsakaði það efni til
nokkurrar hlítar. Þær rannsóknir studdi hann við sálfræðilegar
athuganir á mönnum og dýrum. Hann komst að þeirri niður-
stöðu, að leikir barna og dýraungviðis væri ósjálfráðar æfing-