Menntamál - 01.04.1931, Side 13

Menntamál - 01.04.1931, Side 13
MENNTAMÁL 59 Þessum litlu nemendum ungbarnadeildanna er sinnt eins og börnum á beztu heimilum og að sumu leyti betur. Er hlé verSur á leikjum og starfi, fá börnin hressingu. Sum eru mötuð á hunangi, en önnur fá sér brauðbita eða ávexti. Þau börnin, sem þyrst eru, drekka sér mjólkursopa. Enn ein sofa i litlu rúmunum og safna kröftum. Hér verður gesturinn ekki var við óánægju. Öll börnin hafa nóg að starfa, þegar þau eru vakandi. Leitast er við að full- nægja starfslöngun barnanna, og þess vegna er gleðin og ánægj- an yfirgnæfandi. Fósturskólar eru nauðsynlegastir þar sem of margir menn þyrpast saman, eins og í þorpum, kauptúnum og Irorgum. Þar vill Ijresta á að heimilin séu eins góð og þau ættu að vera. Foreldrarnir eru oft mestan hluta dagsins fjarri heimilum sín- um. Þar sem fátækin er mikil, og eitthvað til að gera, vinna báðir foreldrar utan heimilis, eru þá börnin í reiðileysi. Þörf væri á fósturskólum í Reykjavík, og ef til vill víðar hér á landi. Smábarnaskólar. Ensk börn eru skólaskyld frá fimm ára aldri til fjórtán ára aldurs. Fimm og sex ára nemendur eru í smábarnadeitdunúm. Þessir ungu nemar eru látnir syngja mikið, leika og dansa. Fellur þeim þetta skólalíf mætavel, og er bros á hverju andliti. Kennslukonurnar leika á slaghörpu, en börnin syngja ljóð. Læra þau þarna að leika daglega viðburði. sem gerast í kringum þau. Syngja þau og leika þyt golunnar, hvin stormsins, hvískur regnsins, skrölt vagnanna, blístur eim- lestarinnar og svo framvegis. Þá syngja þau og leika smá- kvæði, sem skýra frá viðburðum og æfintýrum við barna hæfi. Gleyma þau sér i fögnuði skólalifsins. Daglegu störfin í skól- unum eru þeim gleðirík og unaðsleg. Oft er skiít um verkefni. Kennslustundir eru aðeins tuttugu mínútur fyrir þessi ungu börn. Allmikinn hluta skólaársins standa hagar og akrar, garðar og grundir í blóma á Englandi. Vor og sumar eru börnin mikið úti. Er ánægjulegt og ávaxtaríkt að kenna undir berum himni

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.