Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL
89
söm og full eftirvæntingar. Ófyrirséð atvik koma fyrir daglega,
svo að börnin venjast þeim, og ekkert kemur þeim á óvart.
Eg vil nú reyna í stuttu máli aÖ gera grein fyrir annari
vinnuaðferÖ, sem notuð er mikið í Ðaltonskólum, en ógerlegt
væri að nota, ef einstaklingskennsla væri föst regla.
Sjöundi bekkur einn var að semja áætlun um námsiðkun
okkar í menningu Ameríku. Bekknum var skijot í fimm hópa.
Hver hópur átti að taka að sér eitt af menningarsvæðum Norð-
ur-Ameríku, ]). e. Norðvestur-, Suðvestur- og Suðaustur-Ame-
ríku og slótturnar. Fimm greinar námsefnisins voru teknar fyr-
ir: íæði. íbúðir, samgöngur, listir og helgisagnir. Hóparnir
fimm komu saman og hver hópur valdi eina þessara greina til
meðferðar.
Það tók hér um bil þrjá mánuði, að ljúka rannsóknum ]>ess-
um, og fyrir næsta þriggja mánaða tímabil var nemendunum
sagt að velja sér uppáhaldssléttu. Nú áttu þau að senrja sjón-
leik, og var sumpart svo til ætlazt, að hver hópur legði fram
árangurinn af sérnámi sínu um ])á sérstöku sléttu, sumpart að
bekkurinn drægi saman og hagnýtti efni ])að og upplýsingar,
sem allir fimm hóparnir höfðu safnað.
Hópurinn, sem setti Suðvestursléttuna í leik, bjó nú t. d. til
Puebla-\>cn-p* Þau bjuggu til leirker og vopn, eins og þau gerð-
ust þania á sléttunni; þau lærðu dansa og söngva Jjaðan, gerð-
tist handgengin siðum ibúanna og kynntu sér nákvæmlega klæða-
gerð þeirra, til ]tess að geta búið sjálf til flíkur þær, er þau
þurftu að klæðast í leiknum. Það var alveg ótrúlegt hve miklu
þau söfnuðu af indíánskum gögnum, sem voru svo ekta, sem
verið gat, án ]ress að Indíánar hefðu sjálfir gert þau. Stjórn-
armenn í „Natural History Museum" í New York höfðu slík-
an áhuga á málinu, að þeir buðu 1)örnunum að sýna hluti sína
hjá samskonar ekta Indiánahlutum. Til þess að börnin gætu
komizt sem lengst í þessum rannsóknum, kom skólinn ])ví til
leiðar, að hópur af Indíánum kom að vestan á þeirra kostnað.
* Puebla er fylki í Mexíkó. ÞýS.