Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 6
84 MENNTAMÁL lenzka, en alstaÖar var það „menningarsaga". Menning allra landa var athugutS gaumgæfilega. Gamlir og reyndir skólamenn, sem komu í hópum að hlusta á hjá okkur, spurðu undantekn- ingarlaust: „En hvernig kennið þið sögu og stáerðfræði ?“ Svar- ið var: „Við gerum það alls ekki.“ En við leiddum Jjessa efa- gjörnu menn inn í vinnustofurnar okkar, svo að þeir fengi 'óhrekjanlegar sannanir um rannsóknir þær, sent fram fóru á öllum sviðum. Eg skal minnast á nokkur smáatriði, sem ef til vill geta komið þeim að notum, sem gera vilja svipaðar tilraunir. Við ætluðum að rannsaka menningarsöguna til þess: i. Að sýna, hverju skynsemin hefir komið til vegar og hvernig hún hefir gert það. 2. Að gefa nemöndunum samfellt yfirlit yfir ]>ró- un menningarinnar. 3. Að hjálpa nemöndunum til að mynda sér eigin skoðun. 4. Að skapa umburðarlyndi, al])jóðlega sam- úð og andlega hræðralagskennd, i þágu friðarins. Aðalatriðin í aðferð okkar voru: 1. í kennslu okkar tók- um við alltaf tillit til þróunarkenningarinnar. 2. Við drógum jafnan í ljós breytingar og aðdraganda breytinga, til þess að byggja upp nýja skoðun á mönnunum og tilverunni. Frumdrættirnir, sem við röktum okkur eftir, um hin ýmsu menningarstig þjóðanna, voru í stuttu máli þessir: A. Frnmdrœttir ncmcnda. Mcnningin — rannsókn á m'ónnunum. 'Gera grein fyrir: 1. ) Þróun mannsins. 2. ) Umhverfi mannsins — heimahagar hans, ræktun hú- staðir, fæða, vopn o. s. frv. 3. ) Trú mannsins — hjátrú, helgisiðalög og helgiathafnir, eins og þau koniá í ljós við að rannsaka þjóðsögur, áletranir, listir o. fl. 4. ) Yfirsjónir mannsins. 5. ) Framfarir mannsins.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.