Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 20
98
MENNTAMÁL
hefir gefið út. Er þar íslenzkum nútímabókmenntum skipa'Sur
veglegri sess en áður hefir tíðkast i samskonar bókum. Mér
skildist helzt, aÖ vinur okkar, Jón Þ. Björnsson á SauÖárkróki,
œtti óbeinan og óafvitandi þátt í þessu. Útgefandinn var sem
sé skólaljróÖir hans og mun hafa orðið fyrir meiri áhrifum
frá honum heldur en Jón veit um. Gott sæði Ijer ávöxt á fleiri
stöðum en sáðmanninn gruuar.
Mér hefir dottið í hug, hvort vér, íslenzku kennararnir, hefð-
um ekki haft mest not aí þingförinni með þvi að skoða sýn-
inguna sem gaumgæfilegast, en láta fyrirlestra og umræður
eiga sig að miklu leyti. Það getum vér lesið, hvort sem er, þeg-
ar þingtíðindin koma. En þetta er nú í ótima talað, og verð-
ur að vera „til athugunar framvegis“.
VII.
Það mun sennilega vera svo fyrir öllum fjöldanum, sem
sækir kennaraþingin, að fyrir þeim séu fyrirlestrarnir og um-
ræðurnar um uppeldis- og kennslumálin aðalatriðið, þeir fari
fyrst og fremst til þess að hlusta á þessi mál. Eg fullyrði ekk-
ert um það, en eg er hræddur um það, að árangur fararinn-
ar að þessu leyti verði mörgum, jaínvel flestum, fremur litils
virði. Til þess liggja margar ástæður, sem hér verða ekki tald-
ar. En ein er öllum augljós: Þegar erindi eru flutt á 7—9
stöðum í senn, getur hver einstakur hlustað á eitt þeirra, en
ekki meira. Af 75 erindum, sem flutt voru á 'þinginu í sumar,
var hverjum einstaklingi mögulegt að hlusta á 10 í mesta lagi.
Langflestir liafa heyrt færri. En, eins og áður er sagt, þetta
sakar ekki svo mjög. Erindin koma prentuð á sínum tíma, og
þá geta menn haft þeirra fyllri not, heldur en af að heyra
þau flutt, ef til vill á máli, sem þeir skilja vel á bók, en mið-
ur, þegar talað er. En svo er um skilning margra Norðurlanda-
1)úa á málum nágrannaþjóðanna.
Af fyrirlestrunum eða inngangsræðúnum voru 43 fluttar
á dönsku (41 Dani og 2 íslendingar), 19 á sænsku (14 Sví-
ar og 5 Finnar) og 13 á norsku (Norðm.).