Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 18
96 MENNTAMÁL IV. í Khöfn er aÖeins einn samkomusalur, ,,Forum“, sem rúm- aði allan söfnuðinn. Vnr móttökuhátiöin haldin þar. Formaður móttökunefndarinnar, Axel Jensen kennari í Kvandlöse, bauÖ gesti velkomna. Ennfremur flutti kennslu- málaráÖherra Dana, Borgbjerg, þar langa ræðu, aðallega um skólamál Dana síðan 1905, er norrænt kennaraþing var þar háð síðast. Þá talaði |)ar og kennslumálaráðherra Svía, sem við- staddur var á mótinu ásamt tveim mönnum úr stjórnardeild sinni. Loks fluttu fulltrúar landanna, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar, svarræður með þökkum fyrir boðið o. s. frv. Á undan og eftir ræðum var hljóðfærasláttur og söngur (þjóðsöngvar landanna). Að kvöldi Irins 6. ágúst, efndu danskir kennarar til söng- skemmtunar í „Forum“ og buðu j)angað þeim þátttakendum, er koma vildu. Lokafundur mótsins var haldinn úti undir beru lofti, í Ti- voli. Ávarpaði Axel Jensen jrar rnannfjöldann, jmkkaði fundar- sókn og bað menn heila hittast á 14. þingi í Stokkhólmi árið 1935. Fulltrúar hinna landanna fluttu stuttar ræður, jjökkuðu viðtökurnar og kvöddu samverkamenn, sér í lagi dönsku kenn- arana, sem höfðu lagt á sig óhemju mikið starf til jæss að gera gestunum þingið sem ánægjulegast og notadrýgst. Að loknu Jringi settust allir að veitingum, sem framreiddar voru í sölunum í Tivoli. Fyrirlesarar og forstöðunefndir nutu sérstakra hlunninda. Voru þeim veizlur haldnar. Var fyrirlestranefndin veitandi í annari veizlunni, en í hinni skólastjórn Kaupmannahafnar. Hafði Kaper Ijorgarstjóri j>ar forsæti. V. Til skemmtiferða var efnt síðdegis hinn 7. ágúst. Gátu menn valið um, hverja leið Jæir viklu halda af fjórum, sem kost- ur var á: Til Hróarskeldu, að skoða dómkirkjuna þar; til Hels- ingjaeyrar, að skoða Krónborg, safnið þar og jarðgöngin ; til

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.