Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL
97
Hilleröd, að kynna sér safni'Ö í FriÖriksborgarhöllinni, e'Öa til
Lynghy og Farum, me'Ö hringferÖ um Khöfu og grasafræðis-
ferÖ. Flestir Islendingarnir, sem þátt tóku i skemmtiferðunum,
fóru til Flilleröd.
Á slíkum ferðalögum er oft betra tækifæri til a'Ö kvnnast
mönnum, heldur en í hnngiðunni inni í stórborgunum. Eg var
eini íslendingurinn, sem fór til Helsingjaeyrar. Þangað hafði
eg ekki komið áður, en var allkunnugur á hinum stöðunum,
sem farið var til. Eg fylgdist oftast með dönskum kennara
einum, sem eg þekkti og sem átti sammerkt mér í því, að hafa
ekki skoðað Krónhorg áður. í þeirri íerð kynntumst við 3
finnskum kennurum, sem bókstaflega skildu ekki eitt orð í
neinu Norðurlandamálanna, — neina ef finnskan ætti að telj-
ast meðal þeirra — og við auðvita'ð ekki heldur eitt orð í þeirra
máli. Samt voru þeir með á mótinu, og auðvitað miklu fleiri
finnskir Finnar en þeir. E11 nijög takmarkaður árangur hlýtur
það að vera, sem mállausir og heyrnarlausir menn hafa af því
að sækja slík mót. Þeir hafa eflaust hlotið að njóta í ríkuleg-
um rnæli leiðbeininga og aðstoðar þeirra landa sinna, sem sænsku
mælandi voru. En það mun vera svo um nálægt því %0 allra
Finna, að þeir tala ekki sænsku og vilja ekki læra hana.
VI.
Á sýningunni var margt eftirtektarvert að sjá. Þar saknaði
eg þess mest, hve tíminn var naumur. Ekki hefði veitt af heil-
um degi eða meira, til að skoða hana til hlítar.
Helztu verzlanir, seni hafa á boðstólum skólaáhöld í Dan-
mörku, sýndu þarna allt hið merkasta af því tagi, allt frá áhöld-
um minnstu smábarnanna og upp úr. Margir skólar sýndu vinnu-
brögð nemenda sinna, ekki aðeins í verklegum námsgreinum,
heldur og í bóklegum, svo sem skrift og móðurmáli. Sérstak-
lega var margt lærdómsrikt að sjá fyrir þá, sem smábarna-
kennslu stunda, mismunandi kennsluaðferðir og tæki, áhöld og
aðferðir við átthagafræðikennslu o. s. frv.
Einn dönsku kénnaranna benti ntér á lesbókaflokk, sem hann