Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 22
TOO
MENNTAMÁL
drengja og stúlkna. Var hann mjög eindregi'ð þeirrar skoÖ-
unar, að stálpaÖa drengi ætti ekki að hafa í bekk með stúlk-
um á sama aldri. Dönsku blöðin nefndu ræðu hans „en modig
Mands oprörske Tale“, og virtist allur þorri þingheims fall-
ast á það.
Eg læt hér staðar numið.
Heildaráhriíin, sem menn verða fyrir viÖ það að kynnasl
fjölda samverkamanna á slikum þingum sem þessu, eru þess
eðlis, að illt er eða ókleift að gera þau arðberandi öðrum með
því að rita um þau. Að langmestu leyti eru þau þannig, að
þau verða ekki sögð. Þrátt fyrir það geta þau verið dýrmæt
eign einstaklingnum. Og íslenzkum kennurum er sízt vanþörf
á að bíta öðru hvoru i lðunnareplið. Þurmetið, sem vér lifum
á daglega, reynist illa fallið til að viðhalda æsku vorri, en æsk-
una í sjálfum oss ríður oss lífið á að varðveita.
Sigurður Jónsson.
Þátttaka ísienzkra kennara
í 13. norræna kennara|)inginu / Kaupmannahöfn 6.—8. ágúst 1931-
Það var í fyrsta sinn nú í sumar, að hóþur íslenzkra kenn-
ara fór út fyrir Pollinn til þess að sitja norrænt kennaraþing.
Ýmislegt var gert til þess að gera kennurúm hægara fyrir að
sækja þingið. Ein hezta hjálpin kom frá Eimskipafélagi íslands,.
því að það lét þá, sem á þingið fóru með skipum þess, fá
50% afslátt af fargjöldum. Hin gufuskipafélögin, Sameinaða
og Bergenska, gáfu líka 25% afslátt af fargjöldum. Reykja-
víkurbær lét kennára sína fá kr. 1500 ti! fararinnar, og var
því skift milli 5 kennara. Þá veitti og Ríkisstjórnin 14 kenn-