Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 16
94
MENNTAMÁL
viðurkenntlu Norðurlandafána. Þátttakan af hálfu íslendinga
var litil, að eins 5. Til Finnlands er löng leitS og fjárfrek um
of fyrir buddur íslenzkra barnakennara. En Samband þeirra
hafði þó séÖ svo um, að þeir kæmu þar fram sem fulltrúar
fyrir sérstaka jijóð. Og myndarlega var af stað fariÖ, Jiótt
fámennur væri hópurinn, því að tveir íslendingar fluttu þar
ágæt erindi, þeir dr. Sigurður Nordal prófessor og Ásgeir Ás-
geirssörí, þáverandi fræðslumálastj óri.
Nú skyldi næsta ])ing, hið 13. i röðinni, háð í Kaupmanna-
höfn árið 1930. Voru settar undirbúningsnefndir í öllum þeim
löndum, sem l>oðið var til þátttöku, og fjölmenn móttökunefnd
í Danmörku. Skiftist hún í ýmsar undirnefndir, er annast
skyldu mismunandi verkefni, fyrirlestranefnd, sýningarnefnd,
húsnæðisnefnd, skemmtifararnefnd o. s. frv. En er undirbún-
ingur skyldi heíjast, sýndist móttökunefndinni óhepjúlegt að
halda þingið 1930, einkum vegna Alþingishátíðarinnar hér, sem
ýmsir kennarar vildu eða þurftu að sækja, og einnig vegna ]>ess,
að kennarasambandið sænska hélt þá fimmtugsafmæli sitt.
Varð það því að ráði, að íresta þinginu til ársins 1931.
Var 11 ú auglýst, að þingið yrði háð 6.—8. ágúst í ár. Er
það rnikið mein, að timinn er svo stuttur, sem ætlaður er til
þingstarfanna. Verður það jafnan mjög svo takmarkað, sem
þátttakendur geta komizt yfir að sjá og heyra á 3 dögum. En
kostnaðar vegna þykir ekki fært að eyða til þinghaldanna lengri
tima. Þeir, sem æfingu hafa í því að starfa á slíkum mótum,
ná líka furðu miklum árangri. Eru þessir svo nefndu „kon-
gress-menn“ auðþekktir úr. Þeir eru svo að segja allsstaðar
nálægir, sítalandi við alla, sem ])eir hitta, kunnuga og ókunn-
uga — og einkum ])ó ókunnuga — og sísafnandi áhrifum. Eg
held ekki, að íslendingar séu yfirleitt efni í rnikla „kongress-
menn“. l'eir munu vera of seinlátir og ómannblendnir til ])ess.
III.
Þátttakeiidur á ]>essu ])ingi voru tæplega hálft 5. þúsund.
Hefir þátttakan oft verið meiri, stundum yfir 6 þúsund. Meiri