Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.11.1931, Blaðsíða 14
92 MENNT-AMÁL nemenda minna var svona rílc, þó aÖ eg fengi á þeirra alclri alclrei aÖ lifa slíkt. Fréttirnar nm Kína liárust út, og aðrar ■deildir skólans komu að heilsa upp á okkur og horfðu öfundar- augum á vinnu okkar. Oft var farið til kínverska borgarhlut- ans. Tignir Kínverjar komu og buðu aðstoð sína. Þeir bjuggu til kínverskar táknmyndir í vinnustofurnar, og eftir hálfan mánuð lifðu börnin, eins og landnemar, í alkínversku umhverfi. Drengirnir voru með fléttur og stúlkurnar með sérstakan höfuð- búnað, og börnin gengu allan daginn i handsaumuðum, kín- verskum fötum. Ein á meðal okkar hélt því fram, að myndin af Kína ætti að vera alveg heilsteypt. Hún var nú ánægð, hvað þá aðrir. Kina var tilbúið og í fullum gangi um það leyti, sem hún átti afmæli, í aprílmánuði, og aðdáendur hennar í miðbekkjunum undirbjuggu kínverska hátíð. En Kína hafði kveikt í imynd- unaraflinu og gri]>ið um allan skólann, svo að kinverska hátíð- in varð ekki ein, heldur urðu þær fjórar sama daginn. Kína-aðdáandi okkar bauð nemanda einum frá frægum kín- verskum skóla að vera á hátíðinni, og þau komu sáman, búin eins og kinverskur keisari og drottningin hans. Lítill drengur kom þjótandi til mín og sagði: „Ef þér varið yður ekki, ung- frú Parkhurst, þá verðið þér sjálfar að Ivínverja, áður en lýkur.“ 1 árslokin voru börnin handgengin kínverskri list, kínverskri leirkerasmíð, kinverskum siðum og kínverskri sögu. Þau skrif- uðu og léku marga kínverska sjónleiki, og urðu næstum því, teins og litli drengurinn sagði, „sjálí að Kinverjum.“ Bænaskrá um ]>að, að tilraunin yrði endurtekin, eigi aðeins í Tniðbekkjunum, en i öllum skólum, gekk um meðal nemendanna. Við erum fiis á að verða við þessum tilmælum, ]>ar sem félag okkar, sem telur 85 félagsmenn, er orðið sannfært um kosti þess, að vinna ,,i þópum“. Aðalsteinn Sigmundsson ]>ýddi.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.