Menntamál - 01.12.1933, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.12.1933, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 133 Otto SaÍomon dó 9 árum síöar, og" hvila þeir báöir á fögr- um staö í trjágarðinum bak viö höllina. Einu sinni á hverju námskeiði er minning þeirra heiðruð með þvi, að allir ganga í hátíðlegri skrúðgöngu að leiðinu, og blómsveigur er lagð- ur á það. Forstöðumaður Náás-skólans nú er dr. Rurik Holm. Þessi hámenntaði og duglegi maður hefir leitt starfið full 20 síð- ustu árin. Undir yfirumsjón hans starfar svo heill hópur úrvalskennara, sem hafa fullkomnað sig hver í sinni sérgrein. 2—300 nemendur sækja hvert námskeið. Þar eru ungmeyjar og aldraðar piparjómfrúr, piltar með ósprottnar granir og gamlir, gráhærðir fauskar. Nálægt hálft hundrað af hópnum eru útlendingar, flestir frá Noregi og nágrannalöndunum; en oftast eru á Náás kennarar frá 10—15 löndum. Látum okkur nú svipast um á Náás einn algengan vinnudag. Kl. 7j4 bggja allir vegir til Vánhem. Þar er matsalurinn. Frá smáhúsunum viðsvegar í kring, sem sum eru hálfhulin inni í skóginum, koma hópar af fólki, hjólandi eða gangandi. Allir stefna að sama punkti: dyrunum á Vánhern. Á eftir þess- ari morgunmáltíð er gengið í leikhúsið, sem, er spölkorn burtu. Þar á hver sinn stól, sem hann skal sitja á meðan hann hlýðir morgunfyrirlestrinum frá kl. 8—9. Nú kemur dr. Holm frá Björkenáás. (Þaö er húsið hans.) Hann er í svörtum frakka og fylgir honum mórauður hundur. Meðan dr. Hohn flytur fyrirlesturinn, sem fjallar annaðhvort um sálfræÖilegt, bók- legt eða sögulegt efni, liggur hundurinn viö fætur honum og virðist fylgjast vel með. Á eftir er gengið í röðum með fána og söng til vinnustaðanna. Flokkarnir skiptast, sumir fara til Kjállnáás; þar er trésmíða- og fimleikasalur, aðrir til Sem- inariet; þar eru salir fyrir trésmíðar, vefnað og teikningu. Einn flokkurinn fer til Smienáás; þar er málmsmiðaverkstæði. Og loks eru saumastofurnar í höllinni. Þangað gengur að síð- ustu hópur kvenna. Brátt lieyrast högg, sagarhljóð og þjalaurg út um glugg- ana. Menn og konur standa hlið við hlið l)Ogin yfir hefilbekki

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.