Menntamál - 01.11.1945, Síða 7

Menntamál - 01.11.1945, Síða 7
MENNTAMÁL 181 gengni, og skyggnzt örlítið til þeirrar skapgerðar, er að baki býr. Elías Bjarnason er óvenju mikill starfsmaður. Og eins og flestir miklir starfsmenn rís hann árla úr rekkju, því að svo verður dagur drjúgur, sem snemma er tekinn. Flesta daga mun Elías hafa mætt í skólanum fyrstur kennara. Tíðast mun hann þó hafa unnið nokkuð áður í hljóðfæraverkstæði sínu. En Elías er ekki einungis mikill starfsmaður. Hann er líka og engu síður vandvirkur og snoturvirkur. Hvort tveggja er honum svo eðlisborið og samgróið, að ég held, að hann gæti ekki, blátt áfram gæti ekki unnið neitt verk miðlungsvel eða illa. Einhvers staðar hef ég lesið það eða heyrt, að þar sem starfsemi, regla og trúmennska ríki, skorti aldrei gleði. Ódæmt læt ég almennt sannleiksgildi þessa, en vel gæti það átt við Elías. Margir áttu erindi við yfirkennarann, bæði kennarar og börn. Oft varð hann að standa upp um leið og hann sett- ist. Tíðast mun hann hafa átt fleiri starfsstundir en nokk- ur kennari skólans annar. Enda sá maður það stundum og vissi, að hann var þreyttur, en aldrei fannst það á skapi hans. Hann greiddi erindi allra með sömu lipurðinni og ástúðinni síðustu stundina sem hina fyrstu. Ef til vill er það gleðinni hans að þakka, hve léttur hann er í spori og ungur í anda. Skapanornirnar virðast hafa spunnið honum þau mildu örlög, að hann þroskaðist með árum, en yrði ekki gamall. Elías er enn ótrúlega ungur. Og gleðiættar eru þeir hugþræðir, er frá honum liggja. Undirritaður hefur oft rabbað við Elías um ýmis atriði í skóla- og uppeldismálum og furðað sig á, hve blessunar- lega hann er óháður hugtökunum: gamalt, nýtt. Hann er laus við alla bókstafstrú og dettur ekki í hug að halda

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.