Menntamál - 01.12.1950, Qupperneq 6

Menntamál - 01.12.1950, Qupperneq 6
204 MENNTAMÁL klerk, kaupmann og' kóng. Þau sáu sér fyrir nauðsynj- um sjálf, og lífinu var lifað þar án verulegra breyt- inga öld eftir öld. Allt, sem vaxandi kynslóð þurfti að læra, gat hún lært þar. Hún hafði þar ætíð nægjanleg verkefni og lærði það, sem lífið krafðist af henni. Svo var þetta um allan fjöldann. En saga landsins greinir einnig frá mönn- um, sem höfðu ríkari þarfir til andlegs lífs en þarna bauðst og neyttu hvers færis til þess að svala þeim þorsta. Jafnframt þessu voru til skólar, einkum miðaðir við þá, sem vildu gerast starfsmenn kirkjunnar. Kirkjan átti tiltekna menntunarhugsjón, sérstaklega kaþólska kirkjan. Þessir skólar stefndu að því að ala menn upp í ákveðinni lífsskoðun, og svo var til ætlazt, að menn gerðu ekkert alla ævina annað en iðka þessar menntir. Og fram yfir aldamótin síðustu var lærði skólinn hér á landi helgað- ur undirstöðu greinum kirkjumenningarinnar nærri því eingöngu. Þegar barnaskólar og gagnfræðaskólar voru stofnaðir fyrst í landinu, var ekki kostur annarra kennara en þeirra, sem sótt höfðu hinn lærða skóla. Og ekki verður annað séð en þeir hafi reynt trúlega að setja mynd og yfirskrift þess skóla á hinn nýstofnaða barnaskóla, að minnsta kosti í höfuðstaðnum, að svo miklu leyti sem það var auðið. Þegar stofnun barnaskóla var til umræðu á Alþingi, kom jafn- vel fram rödd um það að kenna þar grísku og latínu auk frakknesku og ensku. Þá voru fyrstu gagnfræðaskólar landsins eigi síður stældir eftir menntaskólum. Þar voru að vísu ekki kennd fornmálin, en miklum tíma varið til ýtarlegs málfræðináms og stærðfræðináms, sem mönnum var þó fullljóst, að eng- inn mundi að skólavist lokinni hvarfla huganum að, allt eftir fyrirmynd hinna lærðu skóla. Sá skilningur virðist hafa legið mjög að baki þessari tilhögun, að menn öðluð- ust einhverja andlega þjálfun við iðkun tornuminna fræði- greina, einhvern hugsunarþrótt, sem færðist yfir á önnur

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.