Menntamál - 01.12.1950, Side 9
MENNTAMÁL
207
þau lögmál, sem slík sambúð manna hlýtur að vera háð,
svo sem virðingu fyrir vilja og séreðli einstaklingsins,
kosti samkomulagsins fram yfir ofbeldið og þær reglur,
sem lýðræðið hefur f undið til þess að skera úr deilumálum.
Ég tek það fram, að ég hef mjög takmarkaða trú á fræði-
legri kennslu um þessi efni, heldur hinu, að skólinn sé
nemendu,num raunverulegt lýðræðissamfélag, þar sem
þeir venjast slíkum félagsháttum og þá vitaskuld í sam-
ræmi við félagsþroska sinn á hverju skeiði. Mér virðist
það miklu nauðsynlegra mál okkar landi, að ungu fólki
lærist að skilja þjóðfélag sitt og kunna að fara þar allra
ferða sinna og liggja ekki flatt fyrir hverjum andblæstri
gegn lýðræðinu og mér liggur við að segja hinum helgu
mannréttindum, sem við höfum öðlazt fyrir baráttu og
skilning hinna göfugustu og vitrustu manna Evrópu á und-
angengnum öldum, heldur en að allir læri um nafnháttarliði
eða kunni skil á því, í hvaða tíðum boðháttur getur komið
fyrir, þótt það geti verið merkilegt mál fyrir fræðimenn
um þau efni. Mér er gjarnt að líta svo á, að vanræksla um
félagslegt uppeldi stafi af íhaldsemi skólanna. Um 1880
var slíkt uppeldi ekki neitt svipað því jafnaðkallandi mál
og nú, en hins vegar var námsskrá skólanna fullskipuð.
Og það, sem kemst einu sinni inn í námsskrá, það situr þar
jafnan fast, hvað sem tautar og raular.
Þá vil ég víkja lítillega að meginatriðum þeirrar gagn-
rýni, sem ýmsir uppeldisfrömuðir hafa haldið fram gegn
þeim skólaháttum, sem að framan var lýst. Sú gagnrýni
er orðin svo almennt viðurkennd meðal fjölmargra hugs-
andi manna um þessi mál, að erfitt mun að kenna hana við
einn höfund fremur öðrum. Þegar ég var kennari í upp-
eldisfræðum við kennaraskólann, rakti ég fyrir nemend-
um mínum helztu atriði þessara kenninga, nákvæmlega á
sama hátt og ég kenndi þeim um pietisma, filantropisma og
fjölmargar stefnur aðrar. Ég leit á þetta sem merkilegar
kenningar að vísu, sem gaman var að vita um, en ég hafði