Menntamál - 01.12.1950, Side 10
208
MENNTAMÁL
mjög takmarkaða trú á þeim, eins og ég hef haft yfirleitt
á öllum kenningum. En eftir því sem ég hef reynt fleira,
án þess þó að ég ætli að fara að gorta af mikilli reynslu í
uppeldismálum, þá hefur mér æ betur skilizt, að þarna
sé um harla mikilvæg sannindi að ræða, og ef þeim sann-
indum væri meiri gaumur gefinn, virðist mér tvímæla-
laust, að stefnt væri að meiri farsæld í sambúð manna.
Þið skuluð ekki búast við neinu stórkostlegu. Þetta er ein-
faldur og óbrotinn sannleikur. Kjarni hans og kvöð er
þetta: að virða vilja, eðli og áhugamál hins vaxandi manns.
Þið hafið öll heyrt þetta. Og ykkur kemur ef til vill í hug,
að ungt fólk verði aldrei að mönnum á eintómu dekri. Eng-
inn verði óbarinn biskup. Harðræði sé því ekki síður nauð-
synlegt. Ég er ekki heldur að mæla með dekri, heldur virð-
ingu og skilningi. En hvort stælist viljinn og eflist at-
hafnasemin meir á því að fást sí og æ við verkefni, sem
manni er skipað að vinna eða við verkefni, sem maður
velur sér sjálfur? Og af hvoru sprettur meiri þroski, hvort
er vænlegra til farsæls lífs? Þetta eru spurningar, sem
okkur er skylt að gera okkur grein fyrir, þegar við ber-
um ábyrgð á uppvexti ungra manna. í skólastarfi okkar
högum við okkur, eins og við höfum allan vísdóm í
höndum okkar. Við tökum svo til alla orku og tíma nem-
endanna í þjónustu verkefna, sem við veljum þeim sjálf,
og ætlum yfirleitt öllum hið sama. Þó kastar fyrst tólfun-
um, þegar nemendurnir hafa engin innri skilyrði til að
leysa þau. Hins vegar látum við það lönd og leið, hvort
nemandinn hefur hug á öðru, þótt við eigum að vita
það fullvel, þó að ekki væri nema af okkur sjálfum, að
hugur, sem er fast bundinn við tiltekin umhugs-
unarefni, er ekki greiður inngöngu fyrir önnur. — Og
væri það svo óttalegt, þó að við værum ekki alltaf að
þveita nemendum úr einu í annað. Þyrfti allt skólastarf
að fara í handaskolum af þeim sökum, að við leyfð-
um þeim stundum að velja sér viðfangsefni, ráða vinnu-