Menntamál - 01.12.1950, Side 12
210
MENNTAMÁL
heyrt kennara segja frá því, að þá fyrst hafi þeir lært
fræðigrein, er þeir fóru að kenna hana. Unglingurinn er
þannig settur í þjóðfélaginu, að hann þarf fjölmargt að
læra til þess að geta orðið maður með mönnum. Og náms-
árangurinn verður vafalaust beztur með því, að hann sjái
skynsamlegan tilgang með því að leggja sig fram. í þessu
skyni höfum við beitt prófum og einkunnum. En sá regin-
galli er hér á gjöf Njarðar, að þetta eru tilbúin markmið,
jafnvel stundum hégómamál, en ekki raunsönn lífsins
markmið, og áhrifamætti þeirra oft lokið um leið og skóla-
nám er úti, menn finna, að strit þeirra hefur verið eftirsókn
eftir vindi.
Ég hef hér að framan stundum kalsað til fræðináms, svo
að menn gætu ef til vill ímyndað sér, að ég væri að fjand-
skapast við hinar göfugustu menningargreinar. Forði mér
allir heilagir frá slíkum getsökum. Auðvitað eiga allir,
sem hafa til þess getu og þörf, að fá að iðka fræði sín, en
hitt tel ég varhugavert að þröngva öllum til sams konar
fræðináms á kostnað annars, sem þeir hafa hug á að stunda
og geta stundað sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði.
Og þó að ég hafi nefnt dæmi úr hinu bóklega námi, getur
verklegt nám, leikfimi og hvað annað verið reyrt í jafn-
einskorðuð kerfi og þau engu betri.
Ég hef gerzt all-langorður, en hef þó ekki sagt nema
brot af því, sem ég þykist hafa þurft að segja máli mínu
til skýringar, og uggi því, að ýmislegt af því, sem ég hef
sagt og einkum þó, að ég hef orðið að láta svo margt ósagt,
geti valdið misskilningi. Ég vil því að lokum draga saman
hið helzta, sem ég ætlaði mér að taka fram.
Hið algengasta skólaform okkar, ekki sízt á gagnfræða-
stiginu, á í verulegum atriðum rætur að rekja til aðstæðna,
sem eru ekki lengur fyrir hendi, og hugmynda, sem hafa lif-
að sitt fegursta. Þetta skólaform er því ekki að minni
hyggju vaxið þeim vanda, sem okkur er á höndum um upp-