Menntamál - 01.12.1950, Qupperneq 15

Menntamál - 01.12.1950, Qupperneq 15
MENNTAMAL 213 5. Orsakartengingar: af því að, því að, fyrir því að, með því að, sökum (sakir) þess að, úr því að, vegna þess að, þar eð, þar sem, fyrst: alltaf komma á undan. 6. Tilgangstengingar: til þess að, til að, svo að: alltaf komma á undan. 7. Tíðartengingar: þegar, áður en, (á) meðan, eftir að, er, sem, frá því að, frá því er, fyrr en, jafnskjótt sem, óðar en, síðan, undireins og, strax og, um leið og, þangað til (að), þar til (er), þá er, til þess er, þar til að, unz: alltaf komma á undan. 8. Tilvísunartengingar: þar sem, þar er, þangað sem, þangað er, þaðan sem, þaðan er, hvert sem, hvert er, hvar sem, hvernig sem, hvenær sem: alltaf komma á undan. 9. Viðurkenningartengingar: þó að, þótt, enda þótt, þrátt fyrir það að: alltaf komma á undan. 10. Samanburðartengingar: 1. og, en: ekki komma á undan. 2. eins og, sem, svo sem, heldur en: komma, þegar aðalsetningin er sjálfstæð, annars ekki; 3. því — því, því — þeim- mun: alltaf komma í milli. Ath. Standi fylgiorð á undan aukatengingunum, skal setja kommuna fyrir framan það (fylgiorðið). Sjá a. ö.l. merkjasetning, bls. 73-97 1. Hvernig er kommusetning í sambandi við aðal- tengingarnar: en, heldur, enda ? 2. Hvenær á að setja kommu á undan aðaltengingun- um og, eða, ellegar? 3. Hvernig er kommuregla fleyguðu tenginganna? Lærðu vel þessar reglur: Milli aðalsetningar og tengdra aukasetningar skal setja kommu, nema nokkurn hluta samanburðarsetningar. Regla þessi má teljast víðtækasta kommureglan, þar sem hún á við eftirtalda flokka aukatenginga: skýringa- tengingu, spurnartengingar, (spurnarfornöfn og spurn-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.