Menntamál - 01.12.1950, Side 19
MENNTAMÁL
217
Manndráp eða hvað?
Varla hafa kennarar komið svo saman hin síðari ár, að
ekki hafi húsnæðismál Kennaraskólans borið þar á góma,
jafnt hvort fundum hefur borið saman austur á landi,
vestur á Snæfellsnesi, norður á Akureyri eða suður í
Reykjavík. Og ein samþykkt hefur kveðið við á öllum þess-
um fundum: Áskorun til ríkisstjórnarinnar að láta reisa
nýtt hús handa Kennaraskóla íslands.
Nú er ríkisstjórnum það vorkunnarmál, að þær verði
ekki uppnæmar fyrir sérhverri áskorun, sem á þeim bylur,
jafnvel þótt hún komi frá svo hógværri stétt sem kennur-
um. En jafnóviturlegt sem það er að gína við hverri flugu
svo háskasamlegt getur það verið að skella skollaeyrun-
um við öllum ábendingum góðra manna um nauðsynlegar
framkvæmdir.
Það húsnæði, sem Kennaraskólinn á við að búa, eru 3
stofur á miðhæð og 4. stofan á efstu hæð. Var hún upphaf-
lega ætluð söngnum. í kjallara eru tvær stofur við hlið-
ina á ófullkomnum náðahúsum. Auk ódaunsins, sem frá
þeim leggur, rennur oft frá þeim flóðið fram á ganginn
fyrir framan stofurnar. Hygg ég, að flestir muni sammála
um það nú á dögum, að slíkur aðbúnaður sé vart mönnum
bjóðandi. — Stofurnar á efri hæðunum eru mjög sæmilegar
kennslustofur, og eru þær notaðar til handa 4 bekkjum
skólans til kennslu í bóklegum greinum, í annarri stofunni
í kjallara er geymt bókasafnið, og enn fremur er stúdent-
unum kennt þar, en hin stofan er höfð til kennsluæfinga.
Aðrar vistarverur eru ekki í skólahúsinu að frátalinni
íbúð skólastjóra, nema ef nefna skyldi kompu á stærð við
sæmilega myndarlegan fataskáp, sem ætluð er kennurum
þessarar virðulegu stofnunar. — Þá hefur Kennaraskólinn
eina stofu í Grænuborg á leigu, en auk þess fær hann inni