Menntamál - 01.12.1950, Side 24

Menntamál - 01.12.1950, Side 24
222 MENNTAMÁL Kennari réðst hann að Barnaskóla Reykjavíkur haustið 1923, varð skólastjóri Skildinganesskólans 1936 og síðar Melaskólans. Arngrímur er gæddur óvenjulegri orku og lífsfjöri. Það er ekki hans lundarlag að híma við veginn og horfa á það, sem þar fer fram. Hann vill eiga íhlutun um að stjórna um- ferðinni. Og hans íhlutun er með þeim hætti, að gætt sé heilla og hags hins óbreytta vegfaranda. Þessi atorkusemi hans og velvild í annarra manna garð hefur orðið til þess, að honum hefur verið falinn margháttaðri trúnaður af hálfu samborgara sinna en flestum mönnum öðrum. Yrði löng saga að segja frá þátttöku hans í félagsmálum, en nefna má nokkur dæmi. Hann hefur átt sæti í barnavernd- arráði frá 1932 og verið form. þess frá 1936, bæjarfulltrúi 1934—1938, verið í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavík ur frá 1938 og form. þess hin síðustu ár, átt sæti í mið- stjórn Alþýðuflokksins um árabil, verið varaformaður Bandalags starfmanna ríkis og bæja um nokkurt skeið. Kennurum verður þó fyrst að minnast forystu hans um málefni kennarasamtakanna. Hann hefur átt sæti í stjórn S. 1. B. frá 1927, var form. 1934—’36, og var aftur kjör- inn í það sæti á s. 1. sumri. íslenzkir kennarar skulda þessum forvígismanni sínum miklar þakkir, og þeir munu taka fullum hálsi undir þessi orð sr. Sigurðar Einarssonar um hann: „Góður vinur, góð- ur maður, góður drengur.“ 1928 kvæntist Arngrímur Henny Othelíu f. Helgesen, dóttur Helmers Helgesen eftirlitsm. hjá rafveitu Björgynj- ar, mikilli myndarkonu. Eiga þau tvær mannvænlegar dæt- ur, Unni og Áslaugu. Á. H.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.