Menntamál - 01.12.1950, Síða 32

Menntamál - 01.12.1950, Síða 32
280 MENNTAMÁL Ég talaði því næst við forstjóra og verkstjóra vinnuheimilisins, og voru þeir fúsir til að taka að sér framleiðsluna, en kváðust hafa svo margar pantanir á vegum fræðslumálastjórnar, að þeir ga-tu ekki við bætt í svipinn, en myndu gera þetta jafnskjótt og efni, tími og nákvæm- ar fyrirmyndir væru fyrir hendi. Ég fékk svo Gunnar Klængsson kenn- ara til Jtess að gera nokkrar fyrirmyndir, sem hægt væri að smíða eftir. Ég hef einnig grennslazt eftir, hver eftirspurn væri eftir slíkum tækj- um, og hef liggjandi 5 pantanir frá skólum auk margra fyrirspurna. Loks í haust tilkynnti verkstjóri Reykjalundar, að nú gætu Jreir hafið vinnslu, en tilkynnti jafnframt, að þeir gætu ekkerl beðið með greiðslu, svo sú hlið málsins yrði að vera tryggð. Ég spurðist svo fyrir um það að nýju, hvort fræðslumálastjórn gæti lagt fram greiðslur til hælisins, en fékk |>að svar, að nú væri ckkert fé fyrir hendi til ]>ess. Jafnframt sagði fræðslumálastjóri mér, að „hægt“ væri að fá fullkomið ,,sett“ af tækj- um við kennsubók Eriksens (Jvýdd af Lárusi Bjarnasyni) frá Dan- mörku fyrir 10000 kr. Spurði liann jafnframt, hvort ég héldi ckki, að tæki, sem liér væru unnin, myndu verða dýrari. Ég gat að sjálfsögðu ekkert um Jrað sagt. I>að mun öllum ljóst, að verðmæti kennslutækjanna liggur nær eingöngu í vinnunni við að framleiða þau. Efni er sáralítið. Það virðist ]>ví liggja í augum uppi, að slík kennslutæki eigi að gera hérlendis, ekki sízt þegar gjaldeyrisvandræði eru svo mikil, að ekki er einu sinni liægt að fá efni í föt. Það skal tekið fram, að ég hef fengið mann, dverghagan, til þess að kynna sér glergerð og viðgerð ein- faldra tækja úr gleri. Nú virðist því liggja beint við að leita verði til einstakra manna eða félaga um að framleiða hæði þessi tæki og önnur, ef ekki á að fleygja hundruðum þúsunda út úr landinu fyrir vinnulaun. En að sjálfsögðu gerir ]>að alla framleiðslu dýrari, að forstjóralaun og milliliðagróði eiga að leggjast á hana, og auk þess dregur það fram- kvæmdir cnn ineir á langinn en þegar er orðið. Guðmundur Þorláksson. Til hancLavinnukennara. Handavinnukennurum cr vel kunnugt, að ekki er öllum drengjum sýnt um smíðar eða stúlkubörnum um sauma og prjón, og þarf ekkert að vera að handlagni nemanda, sem lakari eru. Það er markmið handavinnunnar að þroska nemendur eins alhliða tæknilega, temja þeim undirstöðuhandtök alls konar starfa, eins vel og völ er á. Til þess að ná þessu marki koma stöðugt fram ný tæki, ný efni, íjölbreyttari starfsaðferðir, enda þótt flest af þessu fari fyrir ofan

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.