Menntamál


Menntamál - 01.12.1961, Page 13

Menntamál - 01.12.1961, Page 13
MENNTAMAL 199 áfram, kváðu þeir sál sína verða eftir, þá glötuðu þeir henni, og til þess mættu þeir ekki hugsa. Þ|tð skyldi ekki vera, að eitthvað líkt væri ástatt fyrir mannkyninu nú í dag? Það skyldi ekki vera, að hætta sé á, að við glötum sál okkar í velmeguninni, í hraða fram- faranna, á leiðinni til tunglsins? Til þess að sporna við því, að svo fari, er margt nauðsynlegt. Skólinn hefur miklu og vandasömu hlutverki að gegna í því sambandi. Ég hika ekki við að segja, að það sé höfuðskylda hans nú á sjöunda áratug tæknialdar að stuðla af alefli að því að bjarga mannssálinni úr ölduróti auðlegðar og þekkingar. En hvernig getur hann það? Skólinn á að stuðla að skilningi á þeirri vegsemd og þeim vanda, sem því fylgir að vera maður. Hann á að gera nemendur sína hæfa til þess að vera frjálsir menn, menn, sem kunna að hagnýta frelsi til þroska og fram- fara, án þess að af hljótist agaleysi og formleysi. Hann á að gera þá víðsýna, svo að þeim verði auðvelt að skynja og skilja breytingar og nýjungar, án þess að þeim gleym- ist gildi hins gamla. Hann á að gera þá viljasterka, án þess að gera þá þvera og ofstopafulla. Hann á að gera þá góðviljaða, án þess að þeir verði veiklundaðir. Hann á að gera þá umburðarlynda, án þess að skyn þeirra á það, hvað er rétt og rangt, sljóvgist. Hann á að gera þá hæv- erska, án þess að þeir glati við það hispursleysi. Hann á að glæða með þeim heilbrigðan áhuga á lífinu og dá- semdum þess, án þess að gera þá skemmtanasjúka. Hann á að gera þá vinnufúsa og vinnuglaða, án þess að gera þá að striturum. Hann á að kenna þeim að meta gildi vinátt- unnar og göfgi ástarinnar. En hann á líka að brýna fyrir þeim nauðsyn þess að vera sjálfum sér nógur. Sá einn er sannur maður, sem kann að njóta hvors tveggja í jafnrík- um mæli, félagsskapar og einveru. Skólinn á að kenna nemendum sínum, að það er jafn- eðlilegt að vilja kryfja vandamál til mergjar og láta heill-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.