Menntamál - 01.12.1961, Page 13
MENNTAMAL
199
áfram, kváðu þeir sál sína verða eftir, þá glötuðu þeir
henni, og til þess mættu þeir ekki hugsa.
Þ|tð skyldi ekki vera, að eitthvað líkt væri ástatt fyrir
mannkyninu nú í dag? Það skyldi ekki vera, að hætta sé
á, að við glötum sál okkar í velmeguninni, í hraða fram-
faranna, á leiðinni til tunglsins? Til þess að sporna við
því, að svo fari, er margt nauðsynlegt. Skólinn hefur
miklu og vandasömu hlutverki að gegna í því sambandi.
Ég hika ekki við að segja, að það sé höfuðskylda hans nú
á sjöunda áratug tæknialdar að stuðla af alefli að því að
bjarga mannssálinni úr ölduróti auðlegðar og þekkingar.
En hvernig getur hann það?
Skólinn á að stuðla að skilningi á þeirri vegsemd og
þeim vanda, sem því fylgir að vera maður. Hann á að
gera nemendur sína hæfa til þess að vera frjálsir menn,
menn, sem kunna að hagnýta frelsi til þroska og fram-
fara, án þess að af hljótist agaleysi og formleysi. Hann á
að gera þá víðsýna, svo að þeim verði auðvelt að skynja
og skilja breytingar og nýjungar, án þess að þeim gleym-
ist gildi hins gamla. Hann á að gera þá viljasterka, án
þess að gera þá þvera og ofstopafulla. Hann á að gera
þá góðviljaða, án þess að þeir verði veiklundaðir. Hann á
að gera þá umburðarlynda, án þess að skyn þeirra á það,
hvað er rétt og rangt, sljóvgist. Hann á að gera þá hæv-
erska, án þess að þeir glati við það hispursleysi. Hann
á að glæða með þeim heilbrigðan áhuga á lífinu og dá-
semdum þess, án þess að gera þá skemmtanasjúka. Hann
á að gera þá vinnufúsa og vinnuglaða, án þess að gera þá
að striturum. Hann á að kenna þeim að meta gildi vinátt-
unnar og göfgi ástarinnar. En hann á líka að brýna fyrir
þeim nauðsyn þess að vera sjálfum sér nógur. Sá einn er
sannur maður, sem kann að njóta hvors tveggja í jafnrík-
um mæli, félagsskapar og einveru.
Skólinn á að kenna nemendum sínum, að það er jafn-
eðlilegt að vilja kryfja vandamál til mergjar og láta heill-