Menntamál - 01.12.1961, Side 16
202
MENNTAMÁL
H. J. GJESSING:
Lestrarörðugleikar barna.
Það er alkunna, að mörg vel gefin börn eiga við slíka
lestrar- og réttritunarörðugleika að etja, að mikill mun-
ur er á almennu gáfnafari þeirra og hæfni til lestrar og
réttritunar. Tveir enskir læknar urðu fyrstir til að lýsa
þessu vandamáli í nokkrum ritgerðum í British Medical
Journal. Skömmu fyrir aldamótin síðustu sögðu þeir frá
vel greindum einstaklingum með heilbrigð skilningarvit.
Ekki fundust heldur hjá þeim sjúkleg auðkenni, nema
væri það lítil hæfni til lestrar. Fyrirbæri þetta kölluðu
þeir orðblindu. Heiti þetta hefur síðan verið notað í lækn-
isfræðinni um svipaðar truflanir. Áður en lengra er hald-
ið, þykir mér rétt að minna á það, að upp hefur komið
nokkur ágreiningur milli lækna og uppeldisfræðinga um
þessi vandamál, sem taka yfir jaðarsvið læknis-, sálar- og
uppeldisfræðinnar. Allir þessir aðilar eru á einu máli um,
að hér sé á alvarlegu vandamáli að taka, en þeim semur
miður um fræðilegt heiti á fyrirbærinu eða skýringu
á því.
í læknisfræðinni er sjúkdómurinn orðblinda gjarnan
skilgreindur á þá leið, að hann sé síðþroski eða truflun á
þeim svæðum heilans, sem lestur er einkum undir kom-
inn. Þess kyns skilgreining veitir okkur harla litla fræðslu
um fyrirbærið eða skilning á því. Litið er á þennan
síðþroska sem hinn sérhæfða (specifica) þátt í veilunni,
en hins vegar koma fram ýmsir aðrir þættir, er leiða veil-
una í ljós (utlösende faktorer), og geta þeir verið með