Menntamál - 01.12.1961, Page 18
204
MENNTAMAL
fræðingar dregið þennan læknisfræðilega skilning á orð-
blindu í efa.
Uppeldisfræðingar og sálarfræðingar hafa yfirleitt aðra
skoðun á þessu vandamáli. Kennarar og uppeldisfræðing-
ar, sem kost hafa átt á að fylgjast með börnum í starfi
og kynnast öllum stigum lestrar- og réttritunarörðugleika:
þeirra, svo sem þeir birtast að kalla má í samfelldri línu,
stig af stigi, eiga örðugt með að skilja rökin fyrir skipt-
ingu læknisfræðinnar á þessum örðugleikum í tvo flokka.
Þeir draga í efa, að orðblindan geti talizt sjúkdómur, en
þeir líta á hana sem afbrigði innan eðlilegrar dreifingar
lestrarörðugleikanna. Uppeldis- og sálarfræðingar gera
ráð fyrir miklu fjölþættari orsakatengslum en læknarnir,
einnig þegar um er að ræða hina svo nefndu upprunalegu
lestrarörðugleika. Þeir leggja mjög mikla áherzlu á um-
hverfisáhrifin, og amerískir sérfræðingar leggja næstum
einhliða áherzlu á þau, t. d. óheppilegt umhverfi með hlið-
sjón af málþroska, almennu uppeldi og kennslu. Lækna-
vísindin leggja mun meiri áherzlu á líkamlegar orsakir,
og á því sviði hefur gagnrýni á kenningum þeirra verið
skörpust. Uppeldis- og sálarvísindin benda á það, að hug-
takið orðblinda hvíli á tilgátum einum, því að læknavís-
indin hafi ekki fram að þessu getað bent á neins konar
vefrænar veilur né heldur skilgreint eða bent á ákveðna
starfræna veiklun. Þá er enn fremur bent á það, að sjúk-
dómsgreiningin orðblinda hafi ekki haft nein frjóvgandi
áhrif á kennslu eða læknislega meðferð. Þannig er litið á
orðblinduhugtakið sem hálfgerða ruslakistu án hagnýts
eða fræðilegs gildis.
Fram að þessu hef ég leitazt við að kynna skoðanir
annarra manna, en hér eftir mun ég gera grein fyrir mín-
um eigin viðhorfum. Ég hygg, að skoðanamunur lækna og
sálarfræðinga geti haft frjóvgandi áhrif á rannsóknar-
starfið. Hann veldur því, að vandamálið er afmarkað
skýrar og hvetur menn til þess að leita sífellt nýrrar þekk-