Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 20
206
MENNTAMAL
Síðar koma næstum ávallt fram örðugleikar við að lesa
eða kveða að hljóðunum (Lydsammentrækningen), hina
hljóðfræðilegu greiningu og samdrátt. Enda þótt barn-
ið fari smátt og smátt að tengja hljóðgildi hinna ein-
stöku stafa ritaðri mynd bókstafsins, brestur það hæfi-
leika til að skoða þá sem heild í meiri háttar hljóðfræði-
legri einingu. Stöfum er þá ruglað, orðin gerð einfaldari
eða lesin aftur á bak og hljóð tillíkt. Dæmi: snarræði —
snærði, kunningi — kungi, mestu — mstu o. s. frv. Þessu
líkar skekkjur koma fram bæði í lestri og skrift, svo og í
skrift eftir upplestri, en sjaldan í afskrift. Auðveldast er
að uppgötva vandkvæðin í stafsetningunni. Með gaum-
gæfilegri athugun kemur oftast nær í ljós, að barnið ber
einstök hljóð rétt fram og í réttri röð, en skekkjurnar
koma fram í hinum samfellda lestri (fonetisku synthesu).
Þetta er aðeins nokkur meginauðkenni á villunum, en
hér eru ekki tök á að ræða smáatriðin. Þó verð ég að gefa
hér nokkra heildarmynd af starfsháttum barnsins. Heyrn-
arferlarnir gerast hægt og með erfiðismunum. Einkum
kemur þetta greinilega fram í löngum orðum með mörg-
um samhljóðum. Barnið tekur að geta upp á hljóðum eftir
sjónmynd orðsins. Oft koma örðugleikarnir fram mjög
snemma á skólagöngunni, t. d. í fyrsta bekk. Sjúkdóms-
sagan leiðir oft í ljós, að barnið hefur verið seint til máls
og umhverfi þess málsnautt. í norskri málgerð og við
norska fræðsluhætti, a. m. k., reynist heyrnartreglæsi hin
tíðasta af hinum alvarlegu, langæju og hamlandi lestrar-
og stafsetningarörðugleikum. Það kemur fyrir jafnt hjá
gáfuðum sem vangefnum börnum.
Ætli það sé þá skynsamlegt að leita með getgátum að
sérstökum sjúkdómsþætti og kalla orðblindu? Ég kem ekki
auga á neina glóru í því að reyna að skýra heyrnar- og
hreyfi-treglæsi með þeim hætti.
í fyrsta lagi hef ég komizt að því, að mikinn hluta þess-
ara barna brestur hljómnæmi, að jafnaði er eyrað sjálft