Menntamál - 01.12.1961, Síða 21
MENNTAMÁL
207
heilt (að svo miklu leyti sem unnt er að ganga úr skugga
um það). Prófa má hljómnæmið með því að láta barnið
syngja eitthvert lag, sem það kann, t. d. lag, sem það hef-
ur lært í skólanum. Þá kemur í ljós, að barnið syngur
falskt, og eru ýmis afbrigði þess frá einhljóma söngli til
þekkjanlegrar lagsmeðferðar. Ég hef komizt að þeirri nið-
urstöðu, að næsta mörg þeirra barna, sem haldin eru
heyrnar- og hreyfi-treglæsi hafa lélegt hljómnæmi, svo að
næmleiki þeirra á lög er eigi aðeins skertur, heldur einn-
ig næmleiki þeirra á ýmis hljóð talmálsins.
En ekki virðist öll börn með heyrnar- og hreyfi-treglæsi
bresta hljómnæmi, og ég hef rekið mig á samkyns örðug-
leika hjá illa heyrandi börnum. Hér bregzt einnig
hljómnæmið, en af öðrum ástæðum. Einnig hef ég rekið
mig á sömu gerð eða tegund mistaka og sömu viðbrögð
hjá börnum, sem eiga erfitt með að festa sér í minni heyrt
efni. Þessi börn kunna oft hvern einstakan staf, og þau
eiga heldur ekki erfitt með að læra hljóðgildi einstakra
stafa, en þeim fatast við að kveða að af því þau eru
ekki fær um að muna hin einstöku hljóð svo lengi, að þau
geti gert úr þeim eina heild. Þau ráða við að draga saman
tvö, ef til vill þrjú, hljóð, en ef orðin verða lengri, gleyma
þau bókstöfunuhi og ruglast.
Annað atriði skiptir og máli, en það er hinn takmarkaði
orðaforði. Sjálf hugtökin eru mikils virði í lestrinum.
Lesturinn er ekki vélrænn verknaður. Ég hef meðal ann-
ars kennt fyrstu-bekkingum úr fátæklegu málhverfi, og
þeir þekktu ekkert annað orð yfir önd en brabra. Nú
skulum við nota þetta sem dæmi. Hvernig fer, ef svona
orðsnauð börn eiga að lesa orðið önd? Þau ráða við hin
einstöku hljóð, og segja oft svona í hálfum hljóðum: ö-n-d.
En þau koma þessu ekki saman í orðið önd. Hin einstöku
stafhljóð, ö-n-d, eru heldur ekki það sama og orðið önd.
Þetta er hljóðasamband eða hljóðaflækja, er skilja má
sem önd, og þó því aðeins að þetta orð eigi sér einhverja