Menntamál - 01.12.1961, Síða 22
208
MENNTAMÁL
hljóðræna hliðstæðu í minnismyndum barnsins. Þetta
dæmi átti að gera ljóst, hversu undirstaða málsins, orða-
forðinn, skiptir miklu í lestrinum.
Þá getur heyrn- og hreyfi treglæsi stafað af framburð-
arskekkjum. Lélegur framburður fylgir mjög oft skertu
hljóðnæmi og veiklaðri heyrn á öllum stigum, en hann
getur líka komið fram, þó ekki sé hægt að finna merki
um fyrrnefndar veilur. Barn, sem t. d. segir ,,finfett“ í
staðinn fyrir „springbrett“, getur ekki heldur lesið orðin
rétt. Venjulega skilja þeir barnið, sem eiga dagleg skipti
við það, en þegar villurnar koma í stafsetningu, er ekki
lengur hægt að sjá neitt samhengi. Hljóðtákn þessa barns
fyrir „springbrett" er „finfett“. Það hefur líka komið í
ljós, að fylgni er mjög mikil með seinþroska í máli og
lestrar- og stafsetningar-örðugleikum.
Þá mun ég gera nokkra grein fyrir þeim flokki
barna, sem haldinn er sjónrænu treglæsi (visuel
dyslexi). Sjónræna treglæsið kemur yfirleitt fram all-
löngu seinna en heyrnar- og hreyfitreglæsi (audio-motor-
iska). Að jafnaði er ekki hægt að greina það örugglega
fyrr en á síðari helming annars skólaársins. Stundum
veitir maður að vísu athygli stöku auðkenni sjónræns
treglæsis í fyrsta bekk, af því að börnin eiga örðugt með
að stafa. Þetta afbrigði treglæsis auðkennist af einhverj-
um veilum í hinum túlkandi þætti sjónskynjunarinnar. Oft
virðist sem formskynið sé lítt þroskað. Þá er blandað sam-
an stöfum, sem líkir eru að útliti. Dæmi um slíka stafi er
t. d. u og n, r og n, u og v, og einnig nokkrir sömu bók-
stafirnir og nefndir voru í fyrri flokknum, t. d. d-b, p-d,
m-n. Þessir síðast töldu stafir eru skyldir bæði að hljóð-
mynd og sjónmynd.
I þessu afbrigði treglæsisins er einnig lesið aftur á bak
og hljóðum brenglað, en þar sem áttavillan í lestri ein-
stakra orða var yfirleitt ófulkomin í heyrn- og hreyfi-
treglæsi, er orðum í þessu afbrigði snúið algerlega við,