Menntamál - 01.12.1961, Page 24
210
MENNTAMÁL
um. Höfuðþáttur þessa afþrigðis treglæsis virðist að jafn-
aði vera skortur á sjónrænni greiningu og minni á sjón-
áhrif. Enn fremur virðist vera allnáið samband milli
þessa afbrigðis treglæsis og örvhendis og brenglunar á
tamari hendi og tamara auga. Vel má vera, að samband sé
á milli truflunar á áttaskyni og lestrarörðugleika sumra
þessara barna. Líka má vera, að einstök afbrigði af augn-
veilum auðkennist af sömu örðugleikum í lestri og staf-
setningu.
Þá mun ég fara nokkrum orðum um brenglun hljóða og
veltu einstakra bókstafa um oxul sinn lóðrétt eða lárétt.
Ég get ekki skýrt þessi fyrirbæri einhliða með því að
telja, að þessar skekkjur í lestrinum séu merki um sér-
stakan þátt orðblindunnar, eins og forsvarsmenn hennar
gera. Bæði veltan á stöfunum og áttavilla í orði getur
stafað af mörgum sökum. Þetta getur komið af veilu á
túlkun á skynáhrifum bæði heyrnar og sjónar. Rugla má
saman bæði p og d af því að hljóðin eru skyld, en það má
einnig rugla þeim saman af því að form þeirra er líkt.
Enn fremur má gera ráð fyrir því, að stefnuvillan í orð-
inu stafi af því að barnið á örðugt með að einbeita sér
vegna óstöðugleika á tilfinningalífi. Stundum verður að
leita skýringar á fyrirbærinu í heildarmynd örðugleik-
anna, og þá er ekki nein ástæða til að gera ráð fyrir því
fyrirvaralaust, að stefnuvilla og öxulvelta á einstökum
bókstöfum sé merki um sjúklegt ástand eða gróf afbrigði.
Hinn þekkti sænski uppeldisfræðingur Fritz Wigfors hef-
ur t. d. komizt að því við umfangsmiklar rannsóknir á
skólaþroska barna, að 65% af þeim stafvillum, sem fyrir
koma í byrjun skólagöngu, eru fólgnar í stefnuvillu og
öxulveltu. Svo tíðar eru þessar skekkjur við upphaf skóla-
göngu, og er því full ástæða til að gera ráð fyrir því, að
sömu skekkjur geti komið fram síðar á skólatímanum og
stafað af seinþroska.
Þá er þriðja afbrigði treglæsis, sem er kallað heyrn- og