Menntamál - 01.12.1961, Qupperneq 28
214
MENNTAMÁL
örðugleikar þess stafi af hæfileikaskortinum, þá reynist
torvelt að skipa barninu í hæfilegan bekk, þar sem vand-
kvæði þess hafa verið flokkuð undir orðblindu.
Að sjálfsögðu ætla ég ekki að gefa læknum nein ráð,
og þeir geta notað þau fræðileg heiti, sem þeim þóknast,
en ég stilli mig ekki um að segja frá því, að reynsla mín
er ekki góð, þegar læknar vísa börnum til skólasálfræð-
inga með þeirri umsögn, að þau séu orðblind. Betra væri
að segja hreinlega, að barnið ætti við lestrarörðugleika
að etja.
Að svo komnu máli verður ekki sagt með öruggri vissu
um það, hvort hugtakið orðblinda eigi við einhverja raun-
verulega staðreynd eða ekki, en slík sjúkdómsgreining
krefst hins vegar mjög ýtarlegra rannsókna, að maður nú
ekki tali um þann skoðanamun, sem er á þessum sjúk-
dómi, og hún krefst einnig rækilegrar rannsóknar á barn-
inu, meðan það nýtur sérkennslu. Þá minni ég enn á
það, að sjúkdómsgreiningin orðblinda felur í sér, að ann-
ars kyns greining komi ekki til mála.
Eitt er víst: Ef treglæsa barnið á að fá þá hjálp, sem
því ber, og hið bezta eitt er því nógu gott, þá verður að
takast trúnaðarsamvinna milli kennara, læknis og sál-
fræðings. Með þeim hætti einum er unnt að draga fram
forsendur fyrir öruggri sjúkdómsgreiningu, þannig að
öll einstök og að því er virðist sundurlaus atriði komist
fyrir í heildarmyndinni.
Þýtt úr Tidskrift for Den norske
lægeforening, nr. 5, 1958.