Menntamál - 01.12.1961, Qupperneq 29
MENNTAMÁL
215
VALGERÐUR BRIEM:
Barnamyndlist.
„ENGINN GALDUli".
Teikniskyldan í barnaskólum verður að byrja við 7 ára aldur. Þá
verða biirnin strax að fá þau áhöld og það efni í hendur, sem hægt er
að ná árangri með. — Það er ekki nóg að pota þetta út í bláinn með blýi
og þurlit hjá bekkjarkennurum í „frjálsum tímum". Strax í byrjun
skólaskyldualdurs eru síðustu forvöð að æfa upp teiknigetu barn-
anna, þau verða að hafa náð einhverri tækni til að mæta því þegar
þörfin fyrir fysioplastik tekur við af ideoplastisku myndtjáningunni.
Við treystum of lieyrnarminni í skólunum, það er verið að ofbjóða
heyrninni, aldrei friður fyrir eigin sjálfstæðar hugleiðingar og per-
sónulegt skapandi starf, byggt á kominni reynslu. Þessar kyrru hlust-
unarsetur og yfirheyrslur og prófin endalaus eru algjör dauðadómur
skólanna, enda væru þeir ekki sóttir núna, fremur en kirkjan, ef krakk-
ar væru ei skyldugir.
Allt langtai um lifandi lærdóm og vinnubækur er óraunhæft mas,
meðan kennaraefnin fá algjörlega ófullnægjandi leiðarbeina í því að
láta barnahóp vinna á jjann hátt.
Myndræna vinnu má og þarf að tengja hverri einustu námsgrein
barnaskólann endilangan, sem glöggvun hugmynda og áhugaefna,
þjálfun sjónminnis og aflausn sköpunarþarfar í mótvægi gegn minnis
ofmati og heilaítroðslu. Við verðum að fara þrifalega með heyrnina í
skólum. Spara hana. Áheyrnarminni er þverrandi, börn bjarga sér
með heyrnarleysi frá heyrnarofnæmi. Við líka.
Athugun barnalistar er einn af skemmtiþáttum aldar-
innar, þrinnaður þáttur uppeldisfræði, sálfræði og verk-
menningar, en ívafið, viðurkenningin á listrænu gildi
barnateikninga, var ekki slegið fyrr en nú, að myndlista-
menn skynja formleit barnsins sem hina nýju veröld list-
anna og reyna sjálfir að ná heim ratvísinni í áttleysi
atómaldar með barnateikn að galdrastaf.