Menntamál - 01.12.1961, Side 30
216
MENNTAMÁL
Plató lagði mikla áherzlu á fagurfræðileg efni sem upp-
eldishjálp og nauðsyn æfingar handarinnar jafnt vitsmuna-
þroskanum. Aristoteles, Comenius, Pestalozzi, Fröbel,
Rousseau, Montessori steyttu öll hnefa gegn hinni einhliða
hugrænu menning. A. S. Neil klýfur í sama knérunn, er
hann skrifar bókina „Hearts not heads in the school“ (Lon-
don ’47) og í bók sinni „Education through art“ (London
’43 — Faber and Faber) hefur Herbert Read þessa klausu
Bernhards Shaw að einkunnarorðum: „I am simply calling
attention to the fact that fine art is the only teacher except
torture“.
Nú er rétt öld liðin síðan fyrsta bók um barnalist
kom út í Evrópu: „The elements of drawing“, eftir
enska uppeldisfræðinginn Ruskin (London 1858). Ruskin
beinir þar athygli að uppeldisgildi lista, en tilgangur hans
var tiltölulega takmarkaður við að finna og uppala væn-
lega atvinnulistamenn. Kennarinn Ebenezer Cook skrifar
um þessi mál í „Journal of Education árin ’85 og ’86, en vill
gera teiknun að skyldunámi í enskum skólum. Þó er það
sálfr. James Sully er í stórmerkri bók, „Studies in child-
hood“ (London 1895), gerir þessu efni öllu ýtarleg skil,
telur listræna sköpun barns því jafn nauðsynlega leik-
þroskanum, sýnir með myndum teikniþroska barns frá
öðru til sjötta aldursárs og ber saman við myndlist frum-
stæðra þjóða. Enda er þá farið að gæta áhrifa hinnar
stórkostlega fögru myndlistar negra og indíána á list-
stefnur norðurálfu.
Upp úr aldamótum vakti austurríski prófessorinn Franz
Cizek athygli með barnalistarsýningum sínum í Vín og
París, ein sú stærsta í London 1908; vinir naturalismans
og hins akademiska anda hneyksluðust, en kennslumáta
próf. Cizek má í fám orðum lofa, hann forðaðist nákvæma
kennslu í teiknitækni barna yngri en 10 ára og forbauð
áhrif fullorðinna á hina frumstæðu, táknrænu formbygg-
igu þeirra, lét þeim í hendur gnægð efnavals, svo að í