Menntamál - 01.12.1961, Side 31
MENNTAMAL
217
vinnustofum hans var mótað í leir, skafið í gifs, sagað
og tálgað tré, málað, klippt, teiknað, saumað, skorið í
línól, þrykkt, o. s. frv. En próf. Cizek áleit ekki nema
ca. 50% barna gædd hæfninni til skapandi starfs yfirleitt.
Við annan tón kveður hjá Marion Richardson próf. við
kennaradeild Lundúnaháskóla í uppeldisfræðum, hún hef-
ur unnið með börnum fátækrahverfanna í London og skellt
þeim árangri á sýningu með vinnu eftir börn atvinnulista-
manna! „í öllum börnum býr þörfin til myndrænnar tján-
ingar fái þau nógu snemma tækifæri til þjálfunar“, er
hennar ályktun. í bókaflokk sínum um skrift, „Writing
and writing patterns“ (University of London Press) lýsir
Marion Richardson kennslumáta sínum greinilega; þó hef-
ur langveigamesta framlag hennar til enskra kennslumála
verið hve ötullega hún hefur beitt sér fyrir kennslu í nú-
tímalegri skreytingu, „því að hjá iðnaðarþjóð er mennt
hins almenna borgara í mynztrun og formgjöf undirstaða
vandaðrar og fagurrar framleiðslu", svo vitnað sé í bók
Tomlinsons „Children as artists“ (Penquinbók ’47) þar
sem hann ræðir um vinnu Marion Richardson.
Tomlinson er listráðgjafi Lundúnaskólanna og hefur
skrifað yfirlitsgóða bæklinga um barnalist, m. a. „Craft
for Children" og „Picture making by children" (The
Studio Ltd.).
Litglaðari barnamyndir hef ég sjaldan séð en hjá nem-
endum Dagmar Kámila, Helsinki, Finnlandi, sagðist hún
hafa vátryggt þessar myndir á 20.000 mörk finnsk hverja,
er hún fór með þær til Parísar vorið ’47. Frú Kámila
lætur börnin teikna jafnt með báðum höndum með breið-
um sterklitum duftkrítum, og móta fram á flötinn þau
náttúrufyrirbæri, er hafa lóðréttan spegilöxul (manneskj-
ur, jurtir, tré, hús). Arkitektar og listamenn kepptust við
að prísa listgildi og fegurð verkanna, þó auðvitað gengi
vinnumátinn af barnastílnum dauðum. Dagmar Kámila
er góður sálfræðingur og vann m. a. að vinnulækningum