Menntamál - 01.12.1961, Page 32
218
MENNTAMÁL
þeirra barna er ekki þoldu brjálun stríðsáranna, lét þau
margmóta, mála og teikna og loks tala sig frá ógnvaldinum.
Slíkar geðgreiningar eru nú í tízku við sálgreiningu, eink-
um þegar um svo ung börn er að ræða, að þau geti ekki í
orðum gjört sér grein ama síns eða börn, sem eiga við þjóð-
félagslega aðlögunarerfiðleika að stríða, en vita ekki sjálf
um orsökina, meinin eru þá leituð uppi í yrkisefnavali
þeirra og túlkunarmáta.
En skemmtilegra er að glugga lítið eitt í tengslin milli
karakters og myndstíls hjá heilbrigðum börnum, þau kunna
ekki enn með tækni að dyljast í teikningum sínum, — en
varla orðin bráð blekkingarinnar á því sviði svo ung.
Á þessu tiltölulega rólega tímabili frá ’45 hafa ótal-
margar alþjóðalistsýningar barna verið haldnar í stór-
borgunum og íslenzk börn oftast tekið þátt; sú síðasta er
nú í undirbúningi í London og hafa þessi lönd þegar sent
myndir: Ástralía, Búlgaría, Bretland, Cambodia, Danmörk,
Vestur-Þýzkaland, Ungverjaland, ísrael, Indland, Maroc-
co, Nýja-Sjáland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Rússland,
Svíþjóð, Tanqanyika, Trinidad, Vietnam, Island, Frakk-
land, Burma, Italía og Kína.
Oftast eru það menningarsamtökin eða mannréttinda,
sem standa að þessum sýningum, stundum stórblöðin eða
sjónvörpin sem launsjá þarna myndamat og fréttaefni,
eða þá bókaforlögin, sem áskilja sér þá rétt að ráða yrk-
isefni innsendra mynda og velja úr til bókaskreytinga,
sbr. samkeppnin danska um teikningar í H. C. Andersens
æfintýri, eða samkeppni sú er Menningarsjóður og Þjóð-
vinafélagið efndi til í vetur leið meðal skólabarna hérlendis
með það fyrir augum að myndskreyta íslenzka bókmennta-
sögu ætlaða börnum og unglingum. Skólar um land allt og
einstök börn sendu inn allmikið magn mynda og var það
einn barnaskóli nyrðra er bar algjört af, bæði hvað snerti
skilning á eðlilegum myndstíl barnanna sjálfra, fjölbreytni
í vali yrkisefna og tækniaðferða og um frágang allan.