Menntamál - 01.12.1961, Page 42
228
MENNTAMÁL
Háskóli íslands hálfrar aldar gamall.
/ sal samkomuhúss háskólans.
Dagana (i. og 7. október s.l. var stórmyndarleg hátíðarsamkoma og
háskólahátíð haldin í hinu nýja, glæsilega samkomuhúsi háskólans
við Hagatorg, og var svo minnzt hálfrar aldar afmælis lians. — Á
þessari voldugu kynningu fór einn gestur mestur og glæstastur um
sali, það var draumurinn um þjóðskólann, draumur hins vitra manns,
um heila samfylgd sjállstæðis og æðstu menntunar liinnar örsnauðu
og fámennu þjóðar. Og draumurinn var hamingjusamur, því að
liekkir voru skipaðir fríðum ungmennum að austan og vestan, sunn-
an og norðan, að ég ætla með jaínari aðild allra stétta en fundin yrði
í öðrum skóla sambærilegum meðal frændþjóða. Og enn mátti kenna
lærdómsmenn frá mörgum þjóðlöndum, er veittu Háskólanum sæmd
og þágú sæmd að honum, og það var vel, því að nútímalærdómsstörf
dafna ekki nema í góðu andlegu skyggni.
Menntamál óska háskólanum allrar giftu í framtíðinni, nemendum
heilindis og atorku og kennurum hans og starlsliði öðru fullra kosta
á að vinna skyldustörfin, en löggjafa skilnings á því, að hrein þekk-
ingar- og rannsóknarþrá er ekki sú ástríða, er gleymast skyldi.