Menntamál - 01.12.1961, Page 52
238
MENNTAMÁL
en allur þorri manna þrælaði myrkranna á milli, ævilangt
og hafði naumast í sig og á og oft alls ekki.
Og aldir líða, þróun þessara mála er einatt mjög hæg
og oft næsta ójöfn. Það er fyrst á nítjándu öld, að rofar til
og vinnudagurinn tekur að styttast í þjóðfélögum, sem
forystu hafa í verklegri menningu. Mest hefur breyting-
in þó orðið og örust á síðustu áratugum, og hafa nú fjöl-
mennir hópar karla og kvenna í hinum svokölluðu menn-
ingarlöndum ríflegar tómstundir og flestir nokkrar.
Og nú er svo komið, að margir leiða hugann að því með
nokkrum áhyggjum, hvernig almenningi verði í vaxandi
mæli séð fyrir heppilegum og mannbætandi tómstunda-
verkefnum.
Á íslandi komu breytingar síðustu tíma seinna fram
heldur en á hinum Norðurlöndunum, en voru hins vegar
sneggri og að ýmsu leyti róttækari. Og að því er við kem-
ur námi og þó einkum tómstundum unglinga, hefur ísland
ennþá nokkra sérstöðu, sem ég tel rétt að draga fram í
stuttu máli.
Rétt er að geta þess strax, að allar þær tölur, sem ég
nefni í þessu erindi og varða skólavist, vinnu unglinga og
tómstundir eru þannig tilkomnar, að síðast liðinn vetur
fór fram allvíðtæk könnun á athöfnum, óskum og viðhorf-
um allra nemenda í öðrum bekk gagnfræðaskóla í Reykja-
vík, þ. e. a. s. 14 ára unglinga. Könnun þessi, sem leiddi
ýmislegt markvert í ljós, var á vegum Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur og Æskulýðsráðs.
Er sett voru lög um fræðsluskyldu barna og unglinga
upp úr síðustu aldamótum, mættu þau nokkurri andúð al-
mennings fyrir þá sök helzt, að 10—13 ára börn, sem lögin
náðu til, þóttu tafin allt of lengi frá gagnlegum störfum
heima fyrir. Það hafði sem sé tíðkazt frá ómunatíð og
þótti sjálfsagt, að börnin hjálpuðu til við öll þau störf,
er unnin voru á heimilinu allt frá því að þau komust nokk-