Menntamál - 01.12.1961, Síða 59
MENNTAMAL
245
PÁLL AÐALSTEINSSON námsstjóri:
Handavinnustofur
í barna- og unglingaskólum.
Samkvæmt núgildandi námsskrá er ætlazt til að dreng-
ir í barna- og unglingaskólum fái tveggja til fjögurra
stunda kennslu í handavinnu á viku.
Mikið vantar á, að aðstaða til handavinnukennslu sé
yfirleitt þannig, að unnt sé að kenna þær stundir, sem
námsskrá gerir ráð fyrir, hvað þá að kennt sé við þær að-
stæður, sem eiga að vera til staðar í hverjum skóla.
Handavinnustofan, smíðastofan, þarf að vera 70—80 m- að
stærð eða 4—5 mr á hvern nemanda, ásamt geymslum
undir efni og muni, sem eiga að vera 40—48 m2 samtals.
Víða eru smíðastofur 20—35 m2 og hafðir þar 10—16
drengir samtímis, og litlar eða engar geymslur eru við
þessar stofur.
Mikil þörf er á því, að skólarnir stefni að því að koma
sér upp góðum handavinnustofum, vel búnum að verk-
færum, eins og námsskrá gefur fyrirmæli um. Á meðan
skólarnir hafa litlar stofur, þarf að búa þær vel út og
kenna þá handavinnu, sem hentugust er við allar að-
stæður.
Handavinnustofurnar þurfa að vera þannig út búnar, að
unnt sé að veita fjölbreyttari kennslu en gert hefur verið
til þessa. Handavinnustofan á að vera björt, hlý og vist-
leg í alla staði, sem aðrar skólastofur, hreinlæti og reglu-
semi þarf að ríkja þar sem annars staðar í skólanum. Því
miður eru allt of mörg dæmi þess, að handavinnustofan