Menntamál - 01.12.1961, Page 62
248
MENNTAMÁL
TORSTEN HUSÉN:
Námstækni.
Torsten Husén, prófessor í Stokkhólmi, mun vera einna þekktastur
og athafnamestur rithöfundur í hópi sdlfræðinga á Norðurlöndum
um þessar mundir. Meðal bóka lians má nefna Psykologi og
l’ædagogisk Psykologi, og eru þær báðar mikið notaðar í kennara-
skólum um Norðurlönd. Hér fer á eftir kafli úr bókinni Pædagogisk
Psykologi, er út kom árið 1959, og er þetta niðurlagið á þriðja kapí-
tula bókarinnar og fjallar um nám og minni. Þetta er mjög ýtarlegur
kafli. Niðurlag kaflans heitir námstækni.
Br. J.
Meginhlutverk kennarans er að segja til vegar, en eigi
það eitt að líta eftir. En oft gerist það í náminu, að nem-
andinn fer á mis við alla leiðsögn. Slíkt hefst þegar í fyrstu
bekkjunum, þegar nemandinn fær heimaverkefni, er hann
skal leysa upp á eigin spýtur. Heimaverkefnunum fjölgar
og þau verða meiri um sig, eftir því sem á námstímann
líður. 1 framhaldsskólunum eru slík verkefni algeng, þar
sem leiðsögnin er mjög takmörkuð eða tilviljunarkennd.
Ég mun byrja á því að fara nokkrum orðum um lexíu-
námið. Það hefur oft verið rökrætt, hvort setja skuli fyrir
heima eða ekki. Skynsamlegra væri að rökræða, hvernig
heimaverkefnin eru undirbúin og með hverjum hætti nem-
andinn á að læra sjálfstætt og búa sig undir það. Það ger-
ist nú æ tíðara, að foreldrar leitist við að bæta fyrir van-
rækslu skólans og hjálpa barninu við verkefnin. Lexíurn-
ar eru einkum með tvennu móti. Annars vegar þurfa nem-
endurnir að þjálfa sig í námsefninu, er þeir hafa lært það
að nokkru, og hins vegar eiga börn að læra ákveðna lexíu
innan þess efnismagns, sem þegar hefur verið fjallað um.