Menntamál - 01.12.1961, Page 63
MENNTAMAL
249
Fyrra afbrigðið er tíðast í neðstu bekkj um skólans, en síð-
ara afbrigðið í efri bekkjunum og í framhaldsnámi. Vand-
kvæði barnanna við heimanámið koma einkum af því, að
undirbúningurinn hefur ekki verið nægilegur, en einnig
hefur barnið ekki lært að vinna sjálfstætt, og brestur mjög
oft á í því efni.
Meginmarkmið með lexíunáminu er:
I. Lexíurnar eiga að móta og efla skapgerðina. Nem-
andinn skal taka að sér sjálfstætt efni í samræmi við
þroska sinn og læra að bera ábyrgð á því.
II. Nemandinn skal læra að vinna sjálfstætt að lexíun-
um. Honum lærist að skipuleggja tíma sinn og starfa
og leita fræðslu í handbókum o. s. frv.
III. Heimaverkefni eru, einkum í meiri háttar bóklegu
námi, stig milli fyrstu námsháttanna, þegar nemand-
inn nýtur sífelldrar leiðsagnar, og hins sjálfstæða
náms fullþroska manna.
Hér á eftir mun ekki verða skeytt sérstaklega um að
gera grein fyrir lexíunáminu. Með hliðsjón af meginregl-
um sálarfræði námsins og skyldra staðreynda mun ég að-
eins gefa nokkrar bendingar, er verða mega að gagni í
sjálfstæðu námi eldri nemanda og fullþroska manna. Eink-
um hef ég í huga þá, sem ljúka menntaskólanámi og snúa
sér að frjálsara námi í háskóla. Engu að síður mun þó
margt af því sem hér verður talið upp, eiga við lexíunám
yfirleitt.
Þegar horfið er frá námsháttum barnaskólans.
Námshættir barnaskólans eru einkum fólgnir í því, að
barnið er fóðrað á námsefninu í smáskömmtum hverju
sinni. Kennslustundum er venjulega þannig háttað, að lit-
ið er yfir síðustu lexíu og sú næsta undirbúin, auk þess
g'etur svo nemandinn kynnt sér nýtt efni utan kennslu-
bókarinnar, ef það er t. d. í einhverjum tengslum við